miðvikudagur, júlí 30, 2008

veðurblogg

Enn og aftur búið að pakka Egilsstöðum inn í bómull. Ég sá þokuna læðast inn Löginn fyrir svona klukkutíma og núna hefur hún pakkað blokkinni minni inn. Svona var þetta líka í morgun. Það skrítna var að það var þoka hér en sól og blankalogn á Reyðarfirði. Þetta mun vera sjaldgæft. En það var líka sól og blíða hér uppfrá þegar ég kom heim um fimmleitið. Kíkti aðeins við í Safnahúsinu á leiðinni heim. Þar var hellingur af fólki. Þorði ekki upp í bókasafn. Má ekki láta freistast af skáldsögum. Núna er það bara fagbækur á borðinu.
Búin að plata einn af köllunum niður frá að taka mig með á skak. Það verður spennandi að vita hvernig það gengur.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En hvað þú ert dugleg að lesa. Hvenær ferðu í prófið?

JS

Nafnlaus sagði...

Ég er að lesa nýjustu bókina hennar Lisu Marklund.
Ert þú búin að lesa hana?
JS

Til að muna .. sagði...

22. ágúst - held ég sé búin að lesa allt eftir Lisu.

Þorgerður AKA Toggan sagði...

Heja norge :)