sunnudagur, júlí 27, 2008

Blíða og Dewey

Brakandi blíða hér á Egilsstöðum. En ég vappaði bara út í búð. Sleit mig frá DDC og djúpum pælingum um hvort ég ætti að flokka franskar smásögur á þýsku sem þýskar eða franskar og hvort ég ætti að gera eitthvað meira. Meina það - ég kunni þetta upp á 9,8 fyrir áramót!
Hellingur af túristum hér bæði innlendum og útlendum - hitti hálfberan hlaupara á stígnum - þ.e. bara í hlaupaskóm og stuttbuxum :). Mætti þrem konum við Bónus - hvar af ein stundi þungan út af hitanum. Ég meina það - það er ekki SVO hlýtt að maður þurfi að stynja.
Vona bara að grænmetið mitt og salatið úti á svölum fari að braggast, það er mun aumingjalegra en í fyrra á sama tíma.

Engin ummæli: