föstudagur, janúar 19, 2007

talnalangavitleysa

Sat yfir bókhaldi í dag - mikið skelfing er erfitt fyrir óvana að reyna að koma heilanum ísvona gír. Setti eggjaklukkuna á klukkutíma og sat við. Það svínvirkar. Tók tvo tíma í morgun. Þarf svona fjóra í viðbót þá ætti að vera komið eitthvað skikk á þetta. Þetta ætti að kenna mér að gera þetta reglulega - allavega einu sinni í mánuði.

sunnudagur, janúar 14, 2007

penelópukviða

Var að lesa Penelópukviðu eftir Margréti Atwood í góðri þýðingu Sigrúnar Á. Eiríksdóttur.
Þar er m.a. þessi staka:
Ef húsfreyjan er löt og lúin
löstum fyllast duglaus hjúin,
stela, drekka og sofa hjá,
spillist þræll ef allt hann má.

HM - ég hef enga þræla nema mig ....

miðvikudagur, janúar 10, 2007

og hvar var �a� svo aftur?

og alltaf kemur maður sjálfri sér á óvart - ég bæði mundi logginnið og leyniorðið - kannski minnisnámskeiðið sem ég er á sé að virka. Snillingurinn sem setti námskeiðið saman segir að allt sé þarna inni - bara í einni bendu - maður þurfi bara að setja allt í fæl og muna hvar fælarnir eru. Held nú ég hafi heyrt þetta áður. En sumt þarf maður að heyra oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Markvert í dag - bókaði ferð til Lundúna eftir 7 vikur. Hlakka mikið til - en ég þarf að vera rosalega dugleg þangað til. Gott að hafa góða gulrót dinglandi.