föstudagur, september 02, 2011

Vinnusjal klárað

Afrekaði að klára sjal úr bulkylopa - sem ég ætla að hafa á bókasafninu í vetur. Verkið var auðvelt því ég notaði pjóna númer 20 sem ég keypti í Eskju á Eskifirði en garnið náði ég í á Ísafirði! Svona til að muna - ef ég þarf að stækka sjalið þá er litanúmerið 1417 og pökkuarnúmer 2702.

Sænskar spennubækur

Fékk aftur lánaða rafbók hjá Norræna húsinu, sú heitir Paganinikontraktet og er eftir Lars Kepler. Svakaleg mannvonska í þeirri bók! En spennandi. Mikil er ábyrgð þeirra Sjöwall og Wahlöö að hafa komið þessum löggubókum af stað.
Eini gallinn við svona rafbókalán er að maður er búin að lesa bækurnar þegar þær koma út í íslenskri þýðingu!

mánudagur, júlí 18, 2011

bleikar tær

Fór fyrsta labbitúrinn á bleiku táslunum. Gekk niður með Eyvindaránni. Vel klædd en berfætt í skónum. Fannst fínt að labba svona næstum berfætt :)

sunnudagur, júlí 17, 2011

Kópavogur - Egilsstaðir

Keyrði frá Kópavogi í brakandi blíðu. Skafheiður himin og hlýtt. Kom við hjá Auði og fékk dásamlegan ítalskan hádegismat og ís með rabbabarasósu á eftir - mmmmm. Keyrði í Borgarnes, hitti nöfnu mína og drakk kaffi. Þar var sólarlaust en veður ágætt.
Næsta stopp var Markaðurinn á Laugabakka, fékk þar kaffi og lummur og dáðist að handverki og sérstaklega búningum kvennana sem þarna voru. Hafði ætlað að líta á Bjarndísi á Hvammstanga en hún var á ættarmóti á Húsavík.
Gisti á Akureyri hjá Svövu og co sem voru í orlofsíbúð þar á besta stað. Frekar kalt á Akureyri en ekki námdar nærri eins og á Egilsstöðum þar sem ég hélt ég mundi drepast úr kulda. Keyrði 660,7 km frá Smiðjuveginum til Bónus á Egilsstöðum. það eru 660,7 km og og bensínið kostaði 10.800 krónur!

sunnudagur, maí 29, 2011

Rafbækur í láni frá bókasafni.

Sit nú og les rafbók frá Norræna húsinu. Rafbók á sænsku. Algjör snilld að geta fengið bækur lánaðar svona.
Aðgerðin er einföld. Inn á netið. Velja - í fyrsta skipti hlaða niður ókeypis forriti til að lesa og svo - hlaða inn bók og lesa. Má taka eina bók á vikur og þær eru í tölvunni í 28 daga. Frábært!
Jú - reyndar - maður verður að vera með bókasafnskort í bókasafni Norræna hússins. En það ættu allir áhugasamir að ráða við.
Þetta held ég sé hluti framtíðarinnar hjá bókasöfnum.

laugardagur, mars 05, 2011

bara


Vindurinn gnauðar og hvín og ég fann skemmtilega mynd á vefnum sem ég ætla að ræna og líma hér inn. Og fara svo að dæmi fyrirmyndarinnar.

þriðjudagur, febrúar 01, 2011

orðin hennar Södergran

Ord
Varma ord, vackra ord, djupa ord...
De äro som doften av en blomma i natten den man icke ser.
Bakom dem lurar den tomma rymden...
Kanske de äro den ringlande röken
från kärlekens varma härd?
Edit Södergran (1892-1923)

laugardagur, janúar 08, 2011

Snjókoma og bókahillur

Litli Rauður stendur og bíður af sér fannfergið upp við Safnahús því hann kemst ekki upp brekkuna hingað heim. Einu bílarnir sem maður sér hér eru jeppar og stöku fólksbíll með fjórhjóladrifi. Helsti tískufatnaður hér um slóðir er Kraftgalli með endurskinsmerkjum. Fyrirmyndar klæðnaður. Ég á bara rauðan skíðagalla, hann er svosem fínn. En er ekki með endurskinsmerkjum.
Keypti hillur fyrir bókasafnið í Rauðakrosssölunni um daginn. Hafði séð þær fyrir jól og þær voru þarna ennþá þegar ég gáði á miðvikudaginn. Fékk góðan mann á jeppa til að ná í þær með mér í dag. Svo fékk ég óvænta aðstoð við að henda þeim upp og volá! ég orðin nokkrum hillumetrum ríkari. Þetta var kannski ekki draumahönninin - en verður að duga þangað til kemur betri tíð og blóm í haga.