mánudagur, maí 31, 2010

handbók Epiktets

Heyrði einhverntíman minnst á bók - handbók Epiktets sem dr. Broddi Jóhannesson þýddi, skrifaði það hjá mér og fann svo bókina á bókasafninu um daginn. Hún heitir "Hver er sinnar gæfu smiður" er er vel þess virði að glugga í. Þar segir m.a. í kafla 5.
"Ekki eru það atburðirnir sjálfir, sem áhyggjunum valda, heldur horf manna við þeim. Dauðinn er t.d. ekki skelfilegur, ella hefði hann einnig komið Sókratesi þannig fyrir sjónir. Skelfileg er einungis sú skoðun, að dauðinn sé skelfilegur. Ef eitthvað hamlar oss, þá skyldum vér engan annan sakfella en oss sjálf, þ.e.a.s. viðhorf sjálfra vorra. Vanþroska maður þekkist af því, að hann sakar aðra um, ef honum farnast miður. Sá sem áfellist sjálfan sig, er kominn nokkuð áleiðis, en sannmenntaður maður ber hvorki sjálfan sig né aðra sökum."
Mikið af gullkornum í þessari bók og á góðri íslensku :)

sunnudagur, maí 16, 2010

Bókmennta- og kartöflubökufélagið

Datt yfir þessa bók á bókasafninu í síðustu viku. Byrjað að lesa hana í gær og kláraði í morgun. Mæli með henni. Hún er verulega skemmtileg - en ég táraðist líka yfir henni. Langt síðan það hefur gerst.
Er öll að braggast - ætla út í stuttan labbitúr í sólskininu. Er með 30 daga áskorun fyrir sjálfa mig. Labba í hálftíma á dag og hugleiða í 25 mínútur. Þetta verður fyrsti í labbi - og annar í hugleiðslu.

laugardagur, maí 15, 2010

Difficult tasks ahead.

Tékkaði á tarotinu á Fésinu í dag og fékk þetta lesningu - lagði ekki í að setja hana inn þar - en fannst óvitlaust að geyma hana hér - svona til að muna:

Recent Past
Strength
Strength and fortitude. From energy follows thought and action. Power that is respected. Quiet control of oneself and others. Need to bring strength from deep within and continue on in face of adversity. Strength of mind as well as body is needed. Difficult tasks ahead. Focus on all goals at once. Control of all resources at one's disposal. Ability to do what is needed when time is right. Knowing oneself and one's gifts as well as one's weaknesses.


Current Situation
Queen of Cups Reversed
A woman who has been hurt in love. Fear of deep feelings of commitment and attachment. An emotionally immature woman. A woman who prefers to remain alone without encumbrances of a relationship. Desire to set out on a different course without romantic attachment. Deep feelings of love not possible at the present time. Selfishness. Abandonment. A deep hurt from a past relationship.

Future Influences
The Star
Hope and inspiration. Realization of dreams and goals possible now. Whatever venture you are involved with, your lucky stars are with you. Positive energies flowing freely into your life. Make the most of the now. Heavenly influences surrounding you. Blessings are flowing freely like water. Abundance and spirit present. Bright promises. The presence of the Holy Spirit is with you. A good time to begin a new project or new relationship as it has carries blessing with it.

föstudagur, maí 14, 2010

Lasin og leiðist rosalega

Einhversstaðar sá ég um daginn að það væri hollt að leiðast. Ég reyni að hugga mig við það. Þriðji dagurinn sem ég er inni og ekki séð hræðu. Takmarkað sem maður getur dundað sér við - og sjónvarpið - já - við skulum ekki minnast á þá hörmung. Ekkert gaman að vera lasin - og vanta hæfilega afþreyingu.

miðvikudagur, maí 12, 2010

Lasin heima og spennandi símtöl

Lasin í dag, hósta harka og á voða bágt. Sérstaklega af því að bakið á mér bilaði í einu hóstakastinu í gær. Ótrúlegt afrek.
Fékk símtal í morgun að austan um að mér væri boðin staðan og fimm mínútum eftir það samtal hrindi síminn aftur og mér boðið að koma í atvinnuviðtal - á öðrum stað. Skemmtilegt - annað hvort í ökla eða eyra.
Móðir mín hefði átt afmæli í dag og Siggi vinur minn í Bergen á líka þennan dag. Best að demba sér í að senda honum tölvupóst. Fyrst ég sit svona við tölvuna.

þriðjudagur, maí 11, 2010

Flögrað heim

Slapp heim í gær. Fékk nokkur sms um morguninn (fyrir klukkan 7) um að athugað yrði með flug seinna sama dag. Gleðitíðindin fékk ég rúmlega 10 um það að ég mætti mæta út á flugvöll klukkan 13. Tvær vélar lentu upp úr 13.30 og ég fékk far með annarri sem fór í loftið kl. 14. Flugið var fínt, gott skyggni. Sá gosmökkimn vel þó ég sæti við gangveginn. Jafnfallegt veður í Rvk og á Egilsstöðum en verulega mun hlýrra ...
Fór í morgun á ráðstefnu í Salnum "Láttu ekki þitt eftir liggja", þar var fjallað um skýrsluna og skjalastjórn. Fín ráðstefna.
Er hundkvefuð og hóstaði í mig bakverk. Undarlegt!

sunnudagur, maí 09, 2010

Öskuteppt

Eldsnemma í morgun skrækti gemsinn og mér var tjáð með smsi að það yrði ekkert flogið í dag. Næsta tékk 6.30 í fyrramálið! Þetta verður æsispennandi. Kate heldur því fram að þetta sé með ráðum gert. Mér verði ekkert sleppt suður. En ég verð að komast heim á morgun. Must. Annars er yndislegt að vera hér hjá Sjöfn og Mumma og barnabörnin þeirra skemma ekki félagsskapinn.

laugardagur, maí 08, 2010

Egilsstaðir eru æði

Sat og horfði á hreindýrahjörð út um gluggann í hosilóinu hjá Sjöfn og Mumma í dag. Sól og blíða og unaðslega fallegt. Fórum og skoðuðum sýninguna í Sláturhúsinu. Verk eftir Kjuregej Alexöndru og nemendur - sum alveg stórkostleg. Uppi á lofti voru meðal annars föt eftir Ástu. Langaði næstum í þau öll. Labbitúr um plássið síðdegið. Þá var farið að kólna. Spennandi að vita hvort það verður flogið á morgun. Öskustopp í dag.

föstudagur, maí 07, 2010

Rafmagnið

Sjöfn var að dásama rafkerfið hér eystra - sagði það væri orðið miklu stabilla og ef eitthvað gerðist væri hægt kippa því í liðinn í gegnum tölvuna. Við gleymdum að banka í borðið. Rafmagnið blikkaði - og bóndi hennar er núna á fullu út um allar sveitir að redda málunum. Hef ég svona áhrif kannski? Ekkert um þetta á fréttamiðlunum.

þriðjudagur, maí 04, 2010

Allt að gerast

Allt að verða vitlaust - lítur út fyrir að ég sé á leiðinni austur þrátt fyrir allt. Kítlar mann svolítið þegar maður er "headhunted". Skrepp þangað um helgina og lít á aðstæður.
Pósturinn kom í dag með pappíra frá lækninum upp á sjúkraþjálfun, pantaði tíma og kemst að Gáska á mánudag. Svo fékk ég með sömu póstsendingu disk með holosync-hugleiðslu. Búin að hlusta. Virðist vera mjög gott.