mánudagur, desember 31, 2007

Myrkrið á Egilsstöðum

Það er sko búið að vera fjör hér fyrir austan. Brjálað rok og rigning og snjórinn nær allur horfin. Fjörið byrjaði rúmlega fjögur á því að Grísinn byrjað að væla fyrir utan. Hann ruggaði eins og skip í stórsjó og danska þjófavarnarkerfið hélt að Kári væri að reyna að brjótast inn. Varð að vekja bóndann sem hafði falið bíllyklana. Hann þaggaði niður í Grísnum og fékk því styttri svefn en hann hafði gert ráð fyrir. Stuttu seinna varð rafmagnslaust en bara stutt. En það fór aftur um klukkan 6. Bóndinn fór út í myrkrið klukkan 7 til að fara í vinnuna. Kom aftur hálftíma seinna og sagði ekki ferðafært en það ætti að reyna að fara klukkan 9. Verð nú bara að segja að ég var feginn - leist ekkert á Fagradalinn í þessu líka veðri og færð. Klukkan 10 var hringt og sagt að það yrði ekkert farið. Þá var rafmagnið komið og við höfðum stokkið á að hita kaffi og mat. Við fengum kaffi - en maturinn varð bara volgur því rafmagnið fór fljótt aftur. Rokið var svo rosalegt að maður fann hvernig gólfið titraði í hviðum. Svo var svartamyrkur nema græn dularfull birta barst frá flugvellinum og svo lýstu bílljósin upp og sýndu hvernig rigningin spíttist lárétt eftir götunum. Svaka fjör - en ég er feginn að hafa ekki þurft að fara út.

föstudagur, desember 28, 2007

Vantar bók númer 3

Kláraði Pigen der legede med ilden i gær. Sem sé bók 2 eftir Stieg Larsson. Fannst hann fara hægt af stað. Þurfti að kynna svo marga til sögunnar. En þegar hann fór af stað þá var erfitt að sleppa bókinni. Nú vantar mig bara númer þrjú. Labbaði upp í bóksafn og sankaði að mér helling af bókum sem ég ætla að kíkja á - en þar var bara til fyrsta bókin í seríunni. Bóndinn er á næturvakt svo ég verð að vera stilt heima á daginn og get vakað lengi og lesið á nóttinni. Það er gríðarlega fallegt hér - snjór yfir öllu en alvega hrikalega launhált - og mannbroddarnir fyrir sunnan.

miðvikudagur, desember 26, 2007

Karlar sem hata konur

Búin með fyrstu bókina af þremur eftir Stieg Larsson - á dönsku - hún heitir Mænd der hader kvinder. Mæli með henni - en nauðsynlegt er að taka fram að það er ekki ráðlegt að byrja á henni nema maður hafi góðan tíma og þurfi ekki að sinna nauðsynjaverkum eins og að sofa og fara í vinnuna. Tékkaði og fann út að Bjartur hefur útgáfuréttinn. Treysti því þeir setji frábæran þýðanda í verkið og komi bókunum fljótt út. Má ekki vera að því að blogga meira - bók 2 bíður. En hér er sænskur linkur fyrir áhugasama.

þriðjudagur, desember 25, 2007

Jóladagur

Mig langaði þvílíkt í heitt súkkulaði með rjóma í dag. Ein heima því bóndinn var að vinna og ég að lesa skemmtilega bók eftir Stieg Larsson. Það er fimbulkuldi í þeirri bók og kannski ástæðan sem kveikti á súkkulaðilönguninni. En þó - þegar ég loksins kom því í verk að ná í kakómaltdunkinn og brugga mér súkkulaðilíki með ís úti - og ég fann bragðið mundi ég að hefð mín til þessa á jóladag var að fara til móðursystur minnar og drekka heitt súkkulaði úr forláta bláum postulínsbollum. En - síðustu jól var í síðasta skipti. Veit ekki einu sinni hvert bláu bollarnir fóru.

sunnudagur, desember 23, 2007

Þorláksmessa

  Fyndið að eiga heima á tveim stöðum. Fékk það í mig í dag að ég yrði að baka. Meina það - við eigum sko nóg að borða og þurfum engar kökur. En matreiðslu- bækur eru á hinum staðnum og fann ekkert sem passaði á netinu. Hvað gera konur þá - jú - þær skálda kökur. Bakaði tvær tegundir - uppistaðan í annarri var haframjöl og hinni kornflex. Lukkuðust bara vel. Gaman að svona.
Vökuðum seint í morgun. Varð furðu slegin, það var allt orðið hvítt úti. Bóndi minn ákvað á miðjum degi að hann vildi skreppa niður á Reyðarfjörð. Ég auðvitað með - skíthrædd - hálkuhrædd og vitlaus - en þetta gekk alveg ljómandi enda maðurinn einstakur bílsstjóri. Vona að þið hafi það jafn gott og ég í jólaundirbúningum.
Posted by Picasa

laugardagur, desember 22, 2007

13 sagan

Hef haft það alveg yndislegt - flaug austur í fyrradag. Daginn eftir síðasta próf. Gekk frá heima, náði í internetverkefni 2 - renndi í fljótheitum yfir athugsemdirnar og skutlaði mér upp í flugvélina. Það er gott að fá góðar athugasemdir við verkefnin því það hjálpar manni við að gera betur næst. En ég verð að viðurkenna að mér hefði þótt betra að fá þetta fyrr. En ég er sem sagt á Egilsstöðum núna. Fékk yndilega flugferð. Dásamlegt útsýni yfir eystri hluta hálendisins, Herðubreið er ekki beint ljót úr lofti. Svo var sólarlagið alveg ótrúlega fallegt þegar við nálguðumst Egilsstaði. Fór svo út að labba í gær - það var nánast sumarveður, yndislegt og milt. Í dag er aftur á móti miklu kaldara og komið frost.
Við þurfum lítið að jólast svo ég hef haft það verulega huggulegt og lesið 13. söguna sem ég mátti ekki vera að lesa í vetur með bókaklúbbnum mínum. En það er um þá bók að segja að ég hefði verulega gaman að henni. Höfundurinn skammast sín ekkert fyrir að hafa lært af viktoríönskum höfundum og mér finnst ég líka sjá eitthvað frá Daphne du Maurier enda byggir hún jú líka á Jane Eyre eins og þessi - eða þannig. En 13. sagan - mér fannst stöllur mínar í bókaklúbbunum ekkert allt of hrifnar af bókinni. En ég er hrifin - og gríðarlega ánægð með að hafa geta legið í henni. Næsta verkefni í bókaheiminum er að lesa Stieg Larsson. Steinunn vinkona lánaði mér tvær bækur eftir hann á dönsku. Hlakka óskaplega til - en verð að treina mér þær. Þær verða að duga öllu jólin. Á ekkert meira að lesa.

þriðjudagur, desember 18, 2007

the gap

Ég er að sjá það núna - og trúi því að ég hafi lesið það áður - allvega er svoleiðis merkt við í bókinni - að það sé mjög mikilvægt bókasafns- og upplýsingafræðingum að hafa gott minni. Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Ég held ég sé á rangri braut ...

mánudagur, desember 17, 2007

Eitt próf frá


Lifði af Upplýsinga og skjalastjórnarprófið - en klúðraði því nánast vegna fljótfærni. Hélt ég mætti velja á milli 3a og 3b eins og mátti í 2a og 2b. Ég get verið alveg ótrúlega fljótfær og illa læs svona á stundum. Nú fer ég bara í bað eða eitthvað til að skola út þessari visku og eiga pláss fyrir næstu sem er þekkingamiðlun.

sunnudagur, desember 16, 2007

úha heimapróf á morgun

Búin að lesa allar glærur og skoða allt sem ég get skoðað fyrir prófið á morgun. Fékk svo póst frá Önnu að það mætti ná í einkunnir fyrir verkefni 2. Það verður allavega ekki gert á morgun ;-) og spurning hvort maður eigi að leggja það á sig fyrir prófið á miðvikudaginn. Svona ef manni hefur gengið illa - reyndar líka ef manni hefur gengið vel - það eyðileggur einbeitinguna. Jam - kannski best að fara að sofa - þarf allan þann kraft sem til er á morgun. Hósta eins og rolla - gott að vera í einangrun og trufla ekki hina.

þriðjudagur, desember 04, 2007

Heimasíðan flogin

Good habits are as easy to form as bad ones segir maður sem heitir Tim McCarver og ég veit ekkert meira um. Er að reyna að laga vondu siðina. Var að senda Önnu slóð á heimasíðuna mína - 5 dögum fyrir skilalok. Stolt af mér. Er nefnilega að berjast við frestunaráráttu. Held alltaf að ég geti lagað eitthvað pínulítið meira og bíð alltaf fram á síðasta augnablik. En núna er heimasíðan floginn og líka flokkunarverkefnið. Ekki hægt að breyta meiru.
Núna er bara að lesa og muna og lesa og muna og lesa og muna og geta svo komið því frá sér á skilmerkilegan hátt.

sunnudagur, desember 02, 2007

þá veit maður það

Your Brain is 53% Female, 47% Male

Your brain is a healthy mix of male and female
You are both sensitive and savvy
Rational and reasonable, you tend to keep level headed
But you also tend to wear your heart on your sleeve

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Föndur í skólanum

Að hamast við að föndra og púsla - það er gaman að vera í háskólanámi og fá að leika sér svona. Reyndar þótti mér ekki í gaman þegar ég var að berjast við hausinn á heimasíðuverkefninu. En ég held ég sé búin að leysa málið. Það kemur væntanlega í ljós á morgun. Svo er ég að leggja síðustu hönd á dagbókarverkefnið. Óttast bara að það eigi að vera eitthvað fræðilegra t.d. ætli það eigi að vera listi með heimildum?
Lenti í smá hálkuæfintýri í dag. Þurfti að skreppa í búð og fór á bílnum. Kom við á leiðinni heim hjá vinafólki sem á heima í húsagötu í laaangri brattri brekku. Bakkaði út úr stæðinu og ætlaði upp brekkuna - nix - Litli rauður bara harðneitaði og í restina þurfti ég að fara neðst í götuna - þar er slétt - og fara upp á jöfnum hraða. Sem betur fer var enginn að koma eftir aðalgötunni svo ég þurfti ekki að stoppa þar. Kann einhver trix að taka af stað á klakabúnka í brekku?

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Prófin nálgast

To fear is one thing. To let fear grab you by the tail and swing you around is another.
Katherine Paterson - Heilræði af þessari síðu.

Gott að muna þegar maður liggur með í rúminu á kvöldin og finnur hvernig skelfingin hellist yfir mann - prófin nálgast óðfluga - svona mörg verkefni eftir og svooo mikið ólesið.

sunnudagur, nóvember 18, 2007

Verkefnafargan og rútuævintýri

Varð að skreppa út og standa upp frá skjalaflokkunarverkefninu. Ákvað að fara í Smáralindina og fá mér cappucino - fékk hláturskast á leiðinni. Það var þvílíkt umferðaöngþveiti í kringum Smáratorgið að það var alveg ævintýralegt. Skil þetta ekki. Venjulega greint fólk í útlöndum skipuleggur svona risaverslanasvæði einhversstaðar fyrir utan bæinn, þar sem er nóg pláss fyrir bíla og bílaumferð, ekki inn í miðju íbúðarhverfi. Ekki er verið að byggja þetta fyrir nágrannana - þeir komast ekki einu sinni yfir götuna.
Bóndi minn lenti í ævintýri í gærkvöld. Rútan sem átti að flytja hann heim úr vinnunni fauk út af veginum upp á Fagradal í roki og glærahálku. Og ekki bara það - heldur líka á stað þar sem ekkert símsamband var. Það þurfti að bíða eftir því að það kæmi bíll framhjá til að komast í samband við umheiminn og ná í aðstoð. Svo kom björgunarsveitarbíll og skutlaði þeim heim. En rútan varð eftir fyrir utan veg, því það var ekkert vit að hreyfa hana fyrr en lægði.

laugardagur, nóvember 17, 2007

Syðri-Á og smá strætótuð

Fór og hlustaði á Drengina frá Syðri-Á í Iðnó í dag. Dásamlega skemmtileg tónlist og fyndnir textar. Söngarinn var reyndar dálítið mikið hás og rámur en kva ... hann var verri í útvarpinu í gær. :) Dró með mér vinkonu mína sem skemmti sér jafnvel og ég.
En - ég tók strætó í bæinn - leið 24 í Kópavogi sem á að hitta leið 3 niðrí Mjódd. En - en aumingja strætóbílstjórarnir lenda víst alltaf í þvílíkri klemmu niður við Smáratorg að svoleiðis skipulagning gengur ekki á annatímum. Þegar minn strætó kom í Mjóddina þá var þristurinn farinn fyrir 8 mínútum. Það þýddi rúmlega 20 mínútna bið eftir næsta strætó. Skil hugmyndina á bak við að allir bílarnir séu skipulagðir á sömu mínútunni á skiptistöðinni en rosalega fúlt þegar það mistekst. Fullt af fólki í strætó - á miðjum laugardegi.

föstudagur, nóvember 16, 2007

Syðri-Á og verkefninu lokið

Skilaði verkefninu í dag - með asnalegum heimildalista. Og þegar ég kom heim og var að taka til á borðinu mínu fann ég blað þar sem ég hafði í upphafi teiknað niður hvað ég ætti að gera í verkefninu. Og þar stóð .... meta matslistann. DOH. En en gert er gert og það gengur bara betur næst.
Langar í Iðnó á morgun og hlusta á South River Band eða Drengina frá Syðri-Á (í tilefni dagsins). Útgáfutónleikar. Verður örugglega svakalega skemmtilegt. Heyrði í þeim á Rás 2 í dag - ekta stuðband. Og svo ef maður kaupir diskinn þeirra renna aurarnir til góðs málefnis.

Heimildalisti flóknari en Moggakrossgáta


Er alveg komin í flækju í smíði heimildalista. Á bara hann eftir og forsíðuna. Hlýt að klára mig af forsíðunni - en að heimildir geti verið svona mikið torf er ofar mínum skilningi.

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Verkefnin

Skemmtilegir þessir sunnudagar. Skutlaði bóndanum út á flugvöll í morgun og síðan er ég búin að sitja og brjóta heilann yfir internetverkefninu. Verst að maður efast alltaf um hvort valið hafi verið skynsamlegt, hvort maður sé að gera þetta rétt og hvað sé nóg. Flokkunarverkefnið verður bara að bíða til fyrramáls eða eitthvað. Var búin að kíkja á það - ekki bara einu sinni heldur tvisvar og fékk enga vitrun. Gaman að vera námsmaður. En en - danskur spennuþáttur í kvöld - þá verður tekin pása. Gott að hafa gulrót.

föstudagur, nóvember 09, 2007

Lýst eftir endurskinsmerkjum

Fór í morgun á bráðskemmtilegan fyrirlestur hjá doktor Páli Hreinssyni um "Áhrif laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga; ... " Bráðskemmtilegan - jam alveg rétt - honum tókst að gera þetta mjög áhugavert.
En - það var ekki það sem er kveikjan að blogginu. Þar sem ég var á leiðinni, akandi í rigningu og myrkri, þá snarstoppaði bíllinn fyrir framan mig - og afhverju - jú lítið barn á leið í skólann skaust yfir götuna fyrir framan hann. Og það var ekki endurskinsarða á litla stýrinu! Hvað eru foreldrar að hugsa - er þeim illa við börnin sín?

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

brabra

Yndislegur dagur. Byrjaði á að SAMbýlismaðurinn keyrði mig til Kate þar sem við unnum samviskusamar að verkefni 5 í Upplýsinga- og skjalastjórn, alveg frá 10 til 16 - með örfáum matar- og kaffipásum á milli. Fór svo í strætó upp í Gló í Listhúsinu og hitti þar nokkrar konur sem voru með mér á RopeYogakennarnámskeiðinu. Yndislegt að hitta þær aftur. Svo var ég keyrð í Kópavog þar sem mér og mínum var boðið í kvöldverð hjá vinafólki okkar. Og kvöldverðurinn var ekki af verri endanum! Pekingendur eldaðar að suðurfrönskum hætti. Algjör snilld - nánast jólamatur. Og það á venjulegum miðvikudegi. En svona er það, allir slá upp veislu þegar Björninn kemur í bæinn. Auðvitað :). Og lægð gærdagsins er liðin hjá - ójá.

þriðjudagur, nóvember 06, 2007

mánudagur, nóvember 05, 2007

óreiðan í kollinum

Hæ stelpur - þarna er fullt af skemmtilegum könnunum. En ég slapp betur frá þessari en ég hefði haldið fyrirfram. :)
Your Mind is 54% Cluttered

Your mind is starting to get cluttered, and as a result, it's a little harder for you to keep focused.
Try to let go of your pettiest worries and concerns. The worrying is worse than the actual problems!

flokkunarbull

Svekkt yfir flokkunarverkefninu - of margar villur - eins og maður lagði rosalega vinnu í það. Enn annars allt bara yndislegt. Lifði af þekkingarverkefnið í dag og bóndinn kominn heim og ætlar að vera í viku. Gott þegar fjarbýlismaðurinn breytist í sambýlismann. En hafið þið heyrt hvað sagt er um svona sambönd? "Þau fljúgast bara á". ... Góður eða hvað?

sunnudagur, nóvember 04, 2007

Enn eitt testið

Þetta ævintýradýr var svo flott að það er í lagi að setja þetta inn - en testið um andlega aldurinn var fullkomlega út kú svo það verður ekki birt hér (en ég glotti í laumi).



logo
Hvilken fantasiskapning er du?

Mitt resultat:
Pegasus
Du er eventyrlysten og positiv. Folk vil henge med deg fordi du er det mest vidunderlige som finnes! Man kan alltid stole på deg.
Ta denne quizen på Start.no

Verkefni prentað út

Búin að prenta út nokkur eintök af öðru verkefni morgundagsins og senda Óskari hitt. Flokkunarverkefnið var hrikalega snúið. Spennandi að vita hvað er rétt í því. Ekki búin að fara út fyrir hússins dyr í dag. Vont mál. Maður verður að gefa sér tíma til að fara út og anda.

Verkefnið

Ég er haldin þvílíkum verkkvíða að það hálfa væri nóg. Búin að lesa Fréttablaðið í morgun. Skanna vefsíður og og ... Ætti ég ekki bara að fara að koma mér að því að skrifa kynninguna? Ég meina það bara.

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Litli Rauður í vetrarskóm

Var á harðaspani í morgun. Byrjaði á að fara í krabbameinsskoðun sem er alltaf frekar hvimleið athöfn en það bjargar því að þarna vinnur bara yndislegt fólk. Svo spíttist ég um Kópavog í ýmsum erindagjörðum. Mætti samt á réttum tíma í fjarfundafyrirlestur niðri í íþróttahúsi HÍ. Mjög flókið að komast þangað - bara hægt frá Suðurgötunni. Mikið verður gott þegar þessum framkvæmdum á Háskólalóðinni lýkur. Þó það sé náttúrlega alltaf gaman að kíkja á sæta kalla. :) En ég held það sé brýnt fyrir HÍ að bæta fjarfundabúnaðinn sinn. Þetta er allt of flókið.
Já og eftir fyrirlesturinn fór ég og lét setja vetrardekkinn undir bílinn. Beið í næstum klukkutíma í biðröð og lét Rás 2 og Guðna Má stytta mér stundir. En rosalega er nú gott að vera búin að koma þessu í verk.

miðvikudagur, október 31, 2007

U&S Verkefni 5

Fengum frábærar móttökur í fyrirtækinu sem við heimsóttum í dag. Fengum nógan tíma til að spyrja og flottar upplýsingar. Og fengum að skoða aðstöðuna líka. Þarna var líka allt í fínu lagi - við verðum að finna einhvað að gagnrýna - eða hvað?

Haustkvefið mætt

Vaknaði með hausverk og stíflað nef. Og við sem erum að fara í okkar fyrsta rannsóknarverkefni. Eigum að taka viðtal. Voða spennandi að vita hvernig alvörufyrirtæki sjá um sín skjalamál. Ætlum fyrst á Maður lifandi og borða súpu.

þriðjudagur, október 30, 2007

Verkefni í skólanum

Nýja verkefnið er að við eigum að blogga. Ég dundaði mér við að reyna að breyta templatinu - útlitinu - og bætti við tenglum - kannski ég setji þarna fleiri innan skamms. Við sitjum hér og klórum okkur í kollinum um hvað skuli gera og reynum náttúrlega að gera enn betra en okkar besta.

laugardagur, október 27, 2007

Sjálfsálitið lagast

Gott að fá smá búst á sjálfsálitið sem hefur verið hálfdapurt í þessari verkefnatörn.
En ég man greinilega vel sumar bækur sem mér þótti góðar. :)




logo
Hva kan du om Brødrene Løvehjerte?
Jeg hadde 11 av 11 riktige
Ta denne quizen på Start.no

föstudagur, október 26, 2007

Gaman að svona


You are The Wheel of Fortune


Good fortune and happiness but sometimes a species of
intoxication with success


The Wheel of Fortune is all about big things, luck, change, fortune. Almost always good fortune. You are lucky in all things that you do and happy with the things that come to you. Be careful that success does not go to your head however. Sometimes luck can change.


What Tarot Card are You?
Take the Test to Find Out.

miðvikudagur, október 24, 2007

ekkert óánægð með þetta

Skemmtileg könnun - um Múmínálfana - ég er alveg sátt við að vera litla Mí - en Snúður er reyndar uppáhaldið mitt.




logo
Hvem er du i Mummidalen?

Mitt resultat:
Lille My
Du er Lille My! Du elsker spenning og er veldig rampete. Du er også veldig direkte og sier ofte ting rett frem uten å tenke over hvem du kan såre.
Ta denne quizen på Start.no

mánudagur, júní 18, 2007

Bráðnauðsynlegt



Fann þetta í Fréttablaðinu í dag - og mætti þetta koma sem víðast - sem fyrst! ;)

sunnudagur, júní 17, 2007

þessi var betri

Your Travel Personality Is: The Adventurer

For you, travel is how you learn about the world. And you like to learn the stuff that's not in guidebooks.
You truly have wanderlust. When you're not traveling, you're dreaming about where you'll go next.
And your travels are truly legendary - they leave you with stories you'll be telling for the rest of your life!

undarlegur misskilningur

Tók þetta test - en það er Bjössi sem er hrútur ekki ég!
Your True Sign Is Aries

Daring
Friendly
Energetic
Risk Taking
Dynamic Daredevil
Always on an Adventure
Without a Care in the World
Quick-Witted and Quick-Tempered

mánudagur, apríl 16, 2007

Leysinginn

Í dag er 16 apríl. 16 dagar síðan Ríkisútvarpið varð ohf og 17 dagar síðan ég hætti að vinna. Hef aldrei haft jafn mikið að gera - og mikið rosalega er gaman. En ég finn það þegar ég kem í vinnuna að þar er ennþá gott að vera. Var á fjögurra daga Rope yoga kennaranámskeið um helgina. Það var alveg dásamlegt - yndislegt fólk á námskeiðinu og gott að vera í Listhúsinu. Á föstudaginn var kveðjupartí fyrir mig og nokkra aðra í vinnunni. Það var gríðarlega gaman, skemmtiatriði og ræður og sumar alveg bráðfyndar. Mætti samt ótrauð á kennaranámskeiðið klukkan 7.30 morguninn eftir - og fór þann dag í gegnum þrjá æfingar í reipum, flæðiæfingar og öndunaræfingar. Fann ekki fyrir þreytu fyrr en þetta var allt búið og ég á leið heim. Var komin í rúmið klukkan 21. En vaknaði eldhress morgunin eftir og áfjáð að læra meira.
Var á Austfjörðum frá 31. mars til 10. apríl. Vorum á opnunarhátíð hjá Alcoa og árshátíð um kvöldið. Buff spilað, gátum dansað allt kvöldið. Fékk ýmislegt veður á Austfjörðum. Gengum út í páskahelli á Norðfirði þann 1. apríl og fengum sólskin og logn og yndilega kyrrð þar. Fluttum okkur svo til Fáskrúðsfjarðar og gistum þar í góðri íbúð um páskana. Þar upplifði ég 20 stiga hita í algjörri blíðu og svo snjóaði næstu þrjá daga á eftir. En samt var ekki kalt. Kallarnir voru að veiða þarna inni á firðinum fyrir páska og rótuðu upp feitum og fallegum þorski og urðu svo að stoppa út af pásknum. Fiskurinn gengur víst alveg inní fjarðarbotn svona á vorin.

fimmtudagur, mars 15, 2007

Vitur maður sagði:

'I will take care of me for you if you will take care of you for me.'
Jim Rohn

föstudagur, janúar 19, 2007

talnalangavitleysa

Sat yfir bókhaldi í dag - mikið skelfing er erfitt fyrir óvana að reyna að koma heilanum ísvona gír. Setti eggjaklukkuna á klukkutíma og sat við. Það svínvirkar. Tók tvo tíma í morgun. Þarf svona fjóra í viðbót þá ætti að vera komið eitthvað skikk á þetta. Þetta ætti að kenna mér að gera þetta reglulega - allavega einu sinni í mánuði.

sunnudagur, janúar 14, 2007

penelópukviða

Var að lesa Penelópukviðu eftir Margréti Atwood í góðri þýðingu Sigrúnar Á. Eiríksdóttur.
Þar er m.a. þessi staka:
Ef húsfreyjan er löt og lúin
löstum fyllast duglaus hjúin,
stela, drekka og sofa hjá,
spillist þræll ef allt hann má.

HM - ég hef enga þræla nema mig ....

miðvikudagur, janúar 10, 2007

og hvar var �a� svo aftur?

og alltaf kemur maður sjálfri sér á óvart - ég bæði mundi logginnið og leyniorðið - kannski minnisnámskeiðið sem ég er á sé að virka. Snillingurinn sem setti námskeiðið saman segir að allt sé þarna inni - bara í einni bendu - maður þurfi bara að setja allt í fæl og muna hvar fælarnir eru. Held nú ég hafi heyrt þetta áður. En sumt þarf maður að heyra oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Markvert í dag - bókaði ferð til Lundúna eftir 7 vikur. Hlakka mikið til - en ég þarf að vera rosalega dugleg þangað til. Gott að hafa góða gulrót dinglandi.