sunnudagur, nóvember 18, 2007

Verkefnafargan og rútuævintýri

Varð að skreppa út og standa upp frá skjalaflokkunarverkefninu. Ákvað að fara í Smáralindina og fá mér cappucino - fékk hláturskast á leiðinni. Það var þvílíkt umferðaöngþveiti í kringum Smáratorgið að það var alveg ævintýralegt. Skil þetta ekki. Venjulega greint fólk í útlöndum skipuleggur svona risaverslanasvæði einhversstaðar fyrir utan bæinn, þar sem er nóg pláss fyrir bíla og bílaumferð, ekki inn í miðju íbúðarhverfi. Ekki er verið að byggja þetta fyrir nágrannana - þeir komast ekki einu sinni yfir götuna.
Bóndi minn lenti í ævintýri í gærkvöld. Rútan sem átti að flytja hann heim úr vinnunni fauk út af veginum upp á Fagradal í roki og glærahálku. Og ekki bara það - heldur líka á stað þar sem ekkert símsamband var. Það þurfti að bíða eftir því að það kæmi bíll framhjá til að komast í samband við umheiminn og ná í aðstoð. Svo kom björgunarsveitarbíll og skutlaði þeim heim. En rútan varð eftir fyrir utan veg, því það var ekkert vit að hreyfa hana fyrr en lægði.

Engin ummæli: