föstudagur, nóvember 09, 2007

Lýst eftir endurskinsmerkjum

Fór í morgun á bráðskemmtilegan fyrirlestur hjá doktor Páli Hreinssyni um "Áhrif laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga; ... " Bráðskemmtilegan - jam alveg rétt - honum tókst að gera þetta mjög áhugavert.
En - það var ekki það sem er kveikjan að blogginu. Þar sem ég var á leiðinni, akandi í rigningu og myrkri, þá snarstoppaði bíllinn fyrir framan mig - og afhverju - jú lítið barn á leið í skólann skaust yfir götuna fyrir framan hann. Og það var ekki endurskinsarða á litla stýrinu! Hvað eru foreldrar að hugsa - er þeim illa við börnin sín?

Engin ummæli: