föstudagur, mars 18, 2016

Ný vinnubrögð

Sátum saman bókasafnsfræðingarnir í húsinu í morgun og dunduðum okkur við að nýskrá bækur eftir nýrri aðferð eða RDA, finnst þetta nokkuð skrítið og flækjustigið hafa aukist.

fimmtudagur, mars 17, 2016

17. mars 2016

Er ekki bara best að byrja að blogga aftur. Erfiður dagur og dagar núna. En það líður hjá. Fallegt veður og álftirnar komu í gærkvöldi eða nótt. Vaknaði og heyrði í þeim en nennti ekki að fara framúr og kíkja út um gluggann. Forstöðumannafundur á safninu í dag og það rann upp fyrir okkur ljós. Bókasafnið verður 60 ára á árinu, Héraðsskjalsafnið 40 ára og 20 ár síðan flutt var opinberlega í Safnahúsið. Það verður náttúrlega að gera eitthvað í þessu! Byrjaði að færa bókalistann aftur. Eins gott svo að gleymnar konur geti gáð hvort bókin sé lesin eða ólesin. Menn frá Landflutningum komi nú rétt í þessu með splunkunýju gríðarfínu bókasafnshillu handa okkur. En hún verður ekki sett saman fyrr en um helgina - eða í næstu viku trúlega.