sunnudagur, ágúst 23, 2009

Leti

Var allt of lengi í höfuðstaðnum í gær - og labbaði mig upp að öxlum (minnst). Byrjaði á að hvetja hlaupara og endaði á Borgarbókasafninu þar sem ég nældi mér í bók. Lá í leti í dag og las téða bók, Frelseren eftir Jo Nesbö, og hafði mikið gaman af. Nesbö skrifar góða krimma og ég fíla Oslóarkrimma. Verulegur aukabónus þegar maður þekkir staðhætti.

þriðjudagur, ágúst 18, 2009

Sunnunammi

Sunnunammi – eða eiginlega Lovísunammi
80 gr. smjör
280 gr. marsmellows
5-6 bollar rice crispies

bræða saman smjör og marsmellows
hella rice crispies út í bráðina
hella á smjörpappír og dreifa úr
setja annan smjörpappír ofan á og eitthvað þungt til að pressa
skera svo í litla kubba þegar þetta hefur kólnað

Sunna says:
þetta er nammi

mánudagur, ágúst 17, 2009

Helgarreisa norður

Gerði þrjár dásamlegar uppgötvanir um helgina. Grenivík, Safnasafnið og Baggalút "life" á Græna hattinum á Akureyri. Þetta í bland við góðar vinkonur er engu líkt. Fékk líka bónus á Baggalútinn. Megas tók nokkur lög með þeim.

þriðjudagur, ágúst 04, 2009

Vinnan

Fyrsti dagurinn sem ég er alein í vinnunni - sat bara og las. Sem betur fer er lítið að gera í augnablikinu svo ég hef tíma til að setja mig inn í málin. Fólk fer að koma til vinnu eftir sumarfrí svo þetta breytist trúlega fljótt.