laugardagur, febrúar 27, 2010

MLIS

Dásamlegur dagur. Útskrifaðist með meistaragráðu í bókasafns- og upplýsingafræði í dag. Gaman á útskriftinni í Háskólabíó. Skemmtilegast reyndar þegar Háskólakórinn mætti ekki og einn kennaranna var settur í að leiða fjöldasöng! Frábærlega afgreitt af kynninum sem stjórnaði samkomunni og vakti kátínu í salnum. Fékk góða gesti í heimsókn, misjafnlega snjóbarða eftir að hafa brotist í gegnum ófærðina (sumir treystu sér ekki ...) Ég held ég eigi bestu fjölskyldu og vini sem hugsast getur. - Og það komast allavega fyrir 20 gestir í stofunni minni - hver skyldi hafa trúað því!

mánudagur, febrúar 22, 2010

Góukaffi

Góukaffi hjá Gunna Bald í morgun. Hann gerir alltaf vel við konurnar sínar. Gaman að fara og hitta gamla vinnufélaga. Það er svo skrítið, þetta er eins og fjölskylduboð - maður sér fullt af fólk sem manni þykir vænt um en hefur ekki séð lengi.

föstudagur, febrúar 19, 2010

Menningarhellingur

Skemmtilegir dagar. Er búin að lesa Enn er morgunn eftir Böðvar Guðmundsson. Athyglisverð bók sem gaman er að lesa. Áhugavert að lesa um þessa tíma í Reykjavík og Þýskalandi. Var á skemmtilegu námskeiði hjá Upplýsingu - um upplýsingalæsi. Lærði m.a. um samskiptafefinn Diigo. Góður að geyma vefbókamerki og allaveganna upplýsingar - og ég held frábær fyrir kennara. Og svo var talað mikið um One note "glósubókina". Kannski svolítið seint fyrir mig því ég er að útskrifast um næstu helgi. Var í gærkvöld í bókaklúbbi með Óslóarsystrum mínum og fór með Siggu í Þjóðleikhúsið í kvöld og sá Gerplu. Fínt - fínt leikhús fyrir augað. Sumar lausnirnar voru alveg dásamlegar. En leikritið hefði þurft lengri tíma og meiri textavinnslu.

þriðjudagur, febrúar 16, 2010

Afmæli

Bloggið mitt raknað úr rotinu - í bili allavega. Flottur afmælisdagur þó ég hafi ekki fengið atvinnutilboð eins og ég óskaði mér í afmælisgjöf. Qi gong í hádeginu. Súpa og labbitúr með vinkonu. Bíó með annarri um kvöldið. Reyndar þurftum við að bíða í 57 mínútur eftir að myndin byrjaði, Percy Jackson og eldingaþjófurinn, það var einhver bilun. Myndin var varla biðarinnar virði - en endirinn bjargaði miklu (bláendinn). En rúsínan í pylsuendanum - og toppurinn á deginum voru norðurljósin sem skreyttu himininn á heimleiðinni. Algjörlega fullkomlega dásamleg.