föstudagur, febrúar 19, 2010

Menningarhellingur

Skemmtilegir dagar. Er búin að lesa Enn er morgunn eftir Böðvar Guðmundsson. Athyglisverð bók sem gaman er að lesa. Áhugavert að lesa um þessa tíma í Reykjavík og Þýskalandi. Var á skemmtilegu námskeiði hjá Upplýsingu - um upplýsingalæsi. Lærði m.a. um samskiptafefinn Diigo. Góður að geyma vefbókamerki og allaveganna upplýsingar - og ég held frábær fyrir kennara. Og svo var talað mikið um One note "glósubókina". Kannski svolítið seint fyrir mig því ég er að útskrifast um næstu helgi. Var í gærkvöld í bókaklúbbi með Óslóarsystrum mínum og fór með Siggu í Þjóðleikhúsið í kvöld og sá Gerplu. Fínt - fínt leikhús fyrir augað. Sumar lausnirnar voru alveg dásamlegar. En leikritið hefði þurft lengri tíma og meiri textavinnslu.

Engin ummæli: