laugardagur, febrúar 21, 2009

Bókaklúbburinnn

Fundur í bókaklúbbnum í gær. Mætti þó ég hefði bara lesið aðra bókina sem var Glerkastalinn og ég las hana um jólin. Hin bókin var Konur eftir Steinar Braga, mikið umtöluð bók og í útláni á öllum bókasöfnum sem ég hef aðgang að. Verð að viðurkenna að eftir að hafa hlustað á stöllur mínar í gærkvöldi að ég er bara feginn því að hafa ekki náð í bókina. Reyndar var það samdóma álit þeirra að bókin væri mjög vel skrifuð. En Glerkastalinn virðist vera hreinar gleðibókmenntir í samanburði við Konur.
Ég held áfram að ströggla við ritgerðarsmíð. Finnst ég alltaf vera að fara einhverja Krísuvíkurleið. Tók mér reyndar smá pásu frá skrifunum því bóndi minn heimsótti höfuðborgarsvæðið í nokkra daga og mér fannst skemmtilegra að sinna honum aðeins :)

miðvikudagur, febrúar 04, 2009

Hálf gul sól og svolítið um ritgerð

Varla farin að skrifa staf en tókst samt að teikna einhverjar töflur í dag og pæla í hvað ég ætli að hafa i ritgerðinni. Kate segir það séu 55 dagar þar til við þurfum að skila. það þýði að framleiðslu upp á 2 síður á dag ... - þrjár ef ég dreg þetta eitthvað lengur. Hún er allavega byrjuð. En - úff. Sá góðan frasa á Fésbókinni áðan "It doesn't hurt to be optimistic. You can always cry later.”
Kláraði Hálf gul sól í gær. Var lengi að lesa hana. Ekki bók sem maður tætir í sig. Góð en svakalega erfið líka. Hálf gul sól var á fána Bíafra í frelsisbaráttu þeirra. Mæli hið sterkasta með bókinni.