miðvikudagur, febrúar 04, 2009

Hálf gul sól og svolítið um ritgerð

Varla farin að skrifa staf en tókst samt að teikna einhverjar töflur í dag og pæla í hvað ég ætli að hafa i ritgerðinni. Kate segir það séu 55 dagar þar til við þurfum að skila. það þýði að framleiðslu upp á 2 síður á dag ... - þrjár ef ég dreg þetta eitthvað lengur. Hún er allavega byrjuð. En - úff. Sá góðan frasa á Fésbókinni áðan "It doesn't hurt to be optimistic. You can always cry later.”
Kláraði Hálf gul sól í gær. Var lengi að lesa hana. Ekki bók sem maður tætir í sig. Góð en svakalega erfið líka. Hálf gul sól var á fána Bíafra í frelsisbaráttu þeirra. Mæli hið sterkasta með bókinni.

Engin ummæli: