miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Föndur í skólanum

Að hamast við að föndra og púsla - það er gaman að vera í háskólanámi og fá að leika sér svona. Reyndar þótti mér ekki í gaman þegar ég var að berjast við hausinn á heimasíðuverkefninu. En ég held ég sé búin að leysa málið. Það kemur væntanlega í ljós á morgun. Svo er ég að leggja síðustu hönd á dagbókarverkefnið. Óttast bara að það eigi að vera eitthvað fræðilegra t.d. ætli það eigi að vera listi með heimildum?
Lenti í smá hálkuæfintýri í dag. Þurfti að skreppa í búð og fór á bílnum. Kom við á leiðinni heim hjá vinafólki sem á heima í húsagötu í laaangri brattri brekku. Bakkaði út úr stæðinu og ætlaði upp brekkuna - nix - Litli rauður bara harðneitaði og í restina þurfti ég að fara neðst í götuna - þar er slétt - og fara upp á jöfnum hraða. Sem betur fer var enginn að koma eftir aðalgötunni svo ég þurfti ekki að stoppa þar. Kann einhver trix að taka af stað á klakabúnka í brekku?

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Prófin nálgast

To fear is one thing. To let fear grab you by the tail and swing you around is another.
Katherine Paterson - Heilræði af þessari síðu.

Gott að muna þegar maður liggur með í rúminu á kvöldin og finnur hvernig skelfingin hellist yfir mann - prófin nálgast óðfluga - svona mörg verkefni eftir og svooo mikið ólesið.

sunnudagur, nóvember 18, 2007

Verkefnafargan og rútuævintýri

Varð að skreppa út og standa upp frá skjalaflokkunarverkefninu. Ákvað að fara í Smáralindina og fá mér cappucino - fékk hláturskast á leiðinni. Það var þvílíkt umferðaöngþveiti í kringum Smáratorgið að það var alveg ævintýralegt. Skil þetta ekki. Venjulega greint fólk í útlöndum skipuleggur svona risaverslanasvæði einhversstaðar fyrir utan bæinn, þar sem er nóg pláss fyrir bíla og bílaumferð, ekki inn í miðju íbúðarhverfi. Ekki er verið að byggja þetta fyrir nágrannana - þeir komast ekki einu sinni yfir götuna.
Bóndi minn lenti í ævintýri í gærkvöld. Rútan sem átti að flytja hann heim úr vinnunni fauk út af veginum upp á Fagradal í roki og glærahálku. Og ekki bara það - heldur líka á stað þar sem ekkert símsamband var. Það þurfti að bíða eftir því að það kæmi bíll framhjá til að komast í samband við umheiminn og ná í aðstoð. Svo kom björgunarsveitarbíll og skutlaði þeim heim. En rútan varð eftir fyrir utan veg, því það var ekkert vit að hreyfa hana fyrr en lægði.

laugardagur, nóvember 17, 2007

Syðri-Á og smá strætótuð

Fór og hlustaði á Drengina frá Syðri-Á í Iðnó í dag. Dásamlega skemmtileg tónlist og fyndnir textar. Söngarinn var reyndar dálítið mikið hás og rámur en kva ... hann var verri í útvarpinu í gær. :) Dró með mér vinkonu mína sem skemmti sér jafnvel og ég.
En - ég tók strætó í bæinn - leið 24 í Kópavogi sem á að hitta leið 3 niðrí Mjódd. En - en aumingja strætóbílstjórarnir lenda víst alltaf í þvílíkri klemmu niður við Smáratorg að svoleiðis skipulagning gengur ekki á annatímum. Þegar minn strætó kom í Mjóddina þá var þristurinn farinn fyrir 8 mínútum. Það þýddi rúmlega 20 mínútna bið eftir næsta strætó. Skil hugmyndina á bak við að allir bílarnir séu skipulagðir á sömu mínútunni á skiptistöðinni en rosalega fúlt þegar það mistekst. Fullt af fólki í strætó - á miðjum laugardegi.

föstudagur, nóvember 16, 2007

Syðri-Á og verkefninu lokið

Skilaði verkefninu í dag - með asnalegum heimildalista. Og þegar ég kom heim og var að taka til á borðinu mínu fann ég blað þar sem ég hafði í upphafi teiknað niður hvað ég ætti að gera í verkefninu. Og þar stóð .... meta matslistann. DOH. En en gert er gert og það gengur bara betur næst.
Langar í Iðnó á morgun og hlusta á South River Band eða Drengina frá Syðri-Á (í tilefni dagsins). Útgáfutónleikar. Verður örugglega svakalega skemmtilegt. Heyrði í þeim á Rás 2 í dag - ekta stuðband. Og svo ef maður kaupir diskinn þeirra renna aurarnir til góðs málefnis.

Heimildalisti flóknari en Moggakrossgáta


Er alveg komin í flækju í smíði heimildalista. Á bara hann eftir og forsíðuna. Hlýt að klára mig af forsíðunni - en að heimildir geti verið svona mikið torf er ofar mínum skilningi.

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Verkefnin

Skemmtilegir þessir sunnudagar. Skutlaði bóndanum út á flugvöll í morgun og síðan er ég búin að sitja og brjóta heilann yfir internetverkefninu. Verst að maður efast alltaf um hvort valið hafi verið skynsamlegt, hvort maður sé að gera þetta rétt og hvað sé nóg. Flokkunarverkefnið verður bara að bíða til fyrramáls eða eitthvað. Var búin að kíkja á það - ekki bara einu sinni heldur tvisvar og fékk enga vitrun. Gaman að vera námsmaður. En en - danskur spennuþáttur í kvöld - þá verður tekin pása. Gott að hafa gulrót.

föstudagur, nóvember 09, 2007

Lýst eftir endurskinsmerkjum

Fór í morgun á bráðskemmtilegan fyrirlestur hjá doktor Páli Hreinssyni um "Áhrif laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga; ... " Bráðskemmtilegan - jam alveg rétt - honum tókst að gera þetta mjög áhugavert.
En - það var ekki það sem er kveikjan að blogginu. Þar sem ég var á leiðinni, akandi í rigningu og myrkri, þá snarstoppaði bíllinn fyrir framan mig - og afhverju - jú lítið barn á leið í skólann skaust yfir götuna fyrir framan hann. Og það var ekki endurskinsarða á litla stýrinu! Hvað eru foreldrar að hugsa - er þeim illa við börnin sín?

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

brabra

Yndislegur dagur. Byrjaði á að SAMbýlismaðurinn keyrði mig til Kate þar sem við unnum samviskusamar að verkefni 5 í Upplýsinga- og skjalastjórn, alveg frá 10 til 16 - með örfáum matar- og kaffipásum á milli. Fór svo í strætó upp í Gló í Listhúsinu og hitti þar nokkrar konur sem voru með mér á RopeYogakennarnámskeiðinu. Yndislegt að hitta þær aftur. Svo var ég keyrð í Kópavog þar sem mér og mínum var boðið í kvöldverð hjá vinafólki okkar. Og kvöldverðurinn var ekki af verri endanum! Pekingendur eldaðar að suðurfrönskum hætti. Algjör snilld - nánast jólamatur. Og það á venjulegum miðvikudegi. En svona er það, allir slá upp veislu þegar Björninn kemur í bæinn. Auðvitað :). Og lægð gærdagsins er liðin hjá - ójá.

þriðjudagur, nóvember 06, 2007

mánudagur, nóvember 05, 2007

óreiðan í kollinum

Hæ stelpur - þarna er fullt af skemmtilegum könnunum. En ég slapp betur frá þessari en ég hefði haldið fyrirfram. :)
Your Mind is 54% Cluttered

Your mind is starting to get cluttered, and as a result, it's a little harder for you to keep focused.
Try to let go of your pettiest worries and concerns. The worrying is worse than the actual problems!

flokkunarbull

Svekkt yfir flokkunarverkefninu - of margar villur - eins og maður lagði rosalega vinnu í það. Enn annars allt bara yndislegt. Lifði af þekkingarverkefnið í dag og bóndinn kominn heim og ætlar að vera í viku. Gott þegar fjarbýlismaðurinn breytist í sambýlismann. En hafið þið heyrt hvað sagt er um svona sambönd? "Þau fljúgast bara á". ... Góður eða hvað?

sunnudagur, nóvember 04, 2007

Enn eitt testið

Þetta ævintýradýr var svo flott að það er í lagi að setja þetta inn - en testið um andlega aldurinn var fullkomlega út kú svo það verður ekki birt hér (en ég glotti í laumi).



logo
Hvilken fantasiskapning er du?

Mitt resultat:
Pegasus
Du er eventyrlysten og positiv. Folk vil henge med deg fordi du er det mest vidunderlige som finnes! Man kan alltid stole på deg.
Ta denne quizen på Start.no

Verkefni prentað út

Búin að prenta út nokkur eintök af öðru verkefni morgundagsins og senda Óskari hitt. Flokkunarverkefnið var hrikalega snúið. Spennandi að vita hvað er rétt í því. Ekki búin að fara út fyrir hússins dyr í dag. Vont mál. Maður verður að gefa sér tíma til að fara út og anda.

Verkefnið

Ég er haldin þvílíkum verkkvíða að það hálfa væri nóg. Búin að lesa Fréttablaðið í morgun. Skanna vefsíður og og ... Ætti ég ekki bara að fara að koma mér að því að skrifa kynninguna? Ég meina það bara.

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Litli Rauður í vetrarskóm

Var á harðaspani í morgun. Byrjaði á að fara í krabbameinsskoðun sem er alltaf frekar hvimleið athöfn en það bjargar því að þarna vinnur bara yndislegt fólk. Svo spíttist ég um Kópavog í ýmsum erindagjörðum. Mætti samt á réttum tíma í fjarfundafyrirlestur niðri í íþróttahúsi HÍ. Mjög flókið að komast þangað - bara hægt frá Suðurgötunni. Mikið verður gott þegar þessum framkvæmdum á Háskólalóðinni lýkur. Þó það sé náttúrlega alltaf gaman að kíkja á sæta kalla. :) En ég held það sé brýnt fyrir HÍ að bæta fjarfundabúnaðinn sinn. Þetta er allt of flókið.
Já og eftir fyrirlesturinn fór ég og lét setja vetrardekkinn undir bílinn. Beið í næstum klukkutíma í biðröð og lét Rás 2 og Guðna Má stytta mér stundir. En rosalega er nú gott að vera búin að koma þessu í verk.