fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Litli Rauður í vetrarskóm

Var á harðaspani í morgun. Byrjaði á að fara í krabbameinsskoðun sem er alltaf frekar hvimleið athöfn en það bjargar því að þarna vinnur bara yndislegt fólk. Svo spíttist ég um Kópavog í ýmsum erindagjörðum. Mætti samt á réttum tíma í fjarfundafyrirlestur niðri í íþróttahúsi HÍ. Mjög flókið að komast þangað - bara hægt frá Suðurgötunni. Mikið verður gott þegar þessum framkvæmdum á Háskólalóðinni lýkur. Þó það sé náttúrlega alltaf gaman að kíkja á sæta kalla. :) En ég held það sé brýnt fyrir HÍ að bæta fjarfundabúnaðinn sinn. Þetta er allt of flókið.
Já og eftir fyrirlesturinn fór ég og lét setja vetrardekkinn undir bílinn. Beið í næstum klukkutíma í biðröð og lét Rás 2 og Guðna Má stytta mér stundir. En rosalega er nú gott að vera búin að koma þessu í verk.

1 ummæli:

Þorgerður AKA Toggan sagði...

Litli Rauður?
Takk fyrir síðast. Þið hinar púúú á ykkur fyrir að mæta ekki í vísindaferðina.
Gekk ekki annars vel með flokkunina?
Þarf eiginlega að væla utan í ykkur og bera saman síðustu dæmin, var ekki alveg viss um hvað ég var að gera :)