laugardagur, desember 22, 2007

13 sagan

Hef haft það alveg yndislegt - flaug austur í fyrradag. Daginn eftir síðasta próf. Gekk frá heima, náði í internetverkefni 2 - renndi í fljótheitum yfir athugsemdirnar og skutlaði mér upp í flugvélina. Það er gott að fá góðar athugasemdir við verkefnin því það hjálpar manni við að gera betur næst. En ég verð að viðurkenna að mér hefði þótt betra að fá þetta fyrr. En ég er sem sagt á Egilsstöðum núna. Fékk yndilega flugferð. Dásamlegt útsýni yfir eystri hluta hálendisins, Herðubreið er ekki beint ljót úr lofti. Svo var sólarlagið alveg ótrúlega fallegt þegar við nálguðumst Egilsstaði. Fór svo út að labba í gær - það var nánast sumarveður, yndislegt og milt. Í dag er aftur á móti miklu kaldara og komið frost.
Við þurfum lítið að jólast svo ég hef haft það verulega huggulegt og lesið 13. söguna sem ég mátti ekki vera að lesa í vetur með bókaklúbbnum mínum. En það er um þá bók að segja að ég hefði verulega gaman að henni. Höfundurinn skammast sín ekkert fyrir að hafa lært af viktoríönskum höfundum og mér finnst ég líka sjá eitthvað frá Daphne du Maurier enda byggir hún jú líka á Jane Eyre eins og þessi - eða þannig. En 13. sagan - mér fannst stöllur mínar í bókaklúbbunum ekkert allt of hrifnar af bókinni. En ég er hrifin - og gríðarlega ánægð með að hafa geta legið í henni. Næsta verkefni í bókaheiminum er að lesa Stieg Larsson. Steinunn vinkona lánaði mér tvær bækur eftir hann á dönsku. Hlakka óskaplega til - en verð að treina mér þær. Þær verða að duga öllu jólin. Á ekkert meira að lesa.

1 ummæli:

Þorgerður AKA Toggan sagði...

Ég er sammála 13. sagan er geggjuð. Veit ósköp lítið um stíla og svoleiðis dót - hlustaði reyndar á Jane Eyre um daginn á hljóðdisk en tók ekki eftir neinu líku... hefði kannski gert það ef að ég hefði "lesið" Jane Eyre fyrst og svo 13. söguna...
Það er búið að vera alveg brjálað að gera hjá mér svo ég hef ekkert getað rekið nebbann í bækur en hvað mig hlakkar til að gæða mér á slíku góðmeti :)
Gleðileg jól við sjáumst glaðar á nýju ári.