þriðjudagur, desember 25, 2007

Jóladagur

Mig langaði þvílíkt í heitt súkkulaði með rjóma í dag. Ein heima því bóndinn var að vinna og ég að lesa skemmtilega bók eftir Stieg Larsson. Það er fimbulkuldi í þeirri bók og kannski ástæðan sem kveikti á súkkulaðilönguninni. En þó - þegar ég loksins kom því í verk að ná í kakómaltdunkinn og brugga mér súkkulaðilíki með ís úti - og ég fann bragðið mundi ég að hefð mín til þessa á jóladag var að fara til móðursystur minnar og drekka heitt súkkulaði úr forláta bláum postulínsbollum. En - síðustu jól var í síðasta skipti. Veit ekki einu sinni hvert bláu bollarnir fóru.

Engin ummæli: