laugardagur, janúar 08, 2011

Snjókoma og bókahillur

Litli Rauður stendur og bíður af sér fannfergið upp við Safnahús því hann kemst ekki upp brekkuna hingað heim. Einu bílarnir sem maður sér hér eru jeppar og stöku fólksbíll með fjórhjóladrifi. Helsti tískufatnaður hér um slóðir er Kraftgalli með endurskinsmerkjum. Fyrirmyndar klæðnaður. Ég á bara rauðan skíðagalla, hann er svosem fínn. En er ekki með endurskinsmerkjum.
Keypti hillur fyrir bókasafnið í Rauðakrosssölunni um daginn. Hafði séð þær fyrir jól og þær voru þarna ennþá þegar ég gáði á miðvikudaginn. Fékk góðan mann á jeppa til að ná í þær með mér í dag. Svo fékk ég óvænta aðstoð við að henda þeim upp og volá! ég orðin nokkrum hillumetrum ríkari. Þetta var kannski ekki draumahönninin - en verður að duga þangað til kemur betri tíð og blóm í haga.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er meiri snjórinn sem er núna á Norður og Austurlandi.
Samt betra ástand en flóðin í Ástralíu og Brasilíu. Það er voðalegt.
Ég vona að þú hafir það samt gott þarna í snjónum. Svo styttist í að það komi aftur sumar og þá er merkisafmæli hjá bróður þínum. Það minnir mig líka á annað merkisafnæli og það er bara núna í næsta mánuði.
nafna