miðvikudagur, júlí 09, 2008

hlaupanámskeið

Mig klæjar alltaf dálítið í hlaupagenin. Sakna þess að geta ekki farið út að skokka. Fór þess vegna á hlaupanámskeið hjá Smára Jósafats upp á íþróttavelli. Ég gat náttúrlega ekki hlaupið spönn frá r... en lærði samt nokkur skemmtileg trix. Hann heldur því fram að maður geti hlaupið á meiðsla með þessari aðferð. Ætla að prufa. Hann var líka með taktmæli til að stilla af hlaupið. Það er líka sniðugt til að nota á hjóli. Ég skildi nefnilega ekki hvernig ég ætti stíga pedalana alltaf á sama hraða eins og Bryndís ofurhlaupari og járnkerling reyndi að kenna mér. Nú ætti það að vera auðvelt - ef ég er með taktinn í eyrunum. :)

Engin ummæli: