þriðjudagur, júlí 15, 2008

moldrok og flokkun

Það hvín og blæs - skýin eru ótrúlega flott - en verst að vita að þau eru full af mold. Í vinnunni í dag var talað um að rigningin niðri á Fjörðum í gær hefði verið brún og bílarnir vel moldugir eftir steypibaðið. Svalirnar mínar eru líka fullar af sandi. Var að dunda mér við að gera flokkunarverkefni í kvöld - gekk vel þó ég hafi klikkað smá á kanadískum antikhúsgögnum. Tók mér smápásu og las blogg um ævintýri Laugavegshlaupara. Hrikalega er þetta duglegt fólk.
Var á spennandi fundi um skjalamál í dag og var líka beðin um að gæda í dagsferð á morgun. En þar eru takmörkin - treysti mér ekki til að gæda á ensku. Sumsé dúllurnar mínar - það er sko nóg að gera fyrir duglegt fólk hér á Austurlandi.

Engin ummæli: