föstudagur, júlí 18, 2008

Kalt er annars blóð

Fór á bókasafnið í gær og skilaði stöðlunum sem ég hafði fengið lánaða í millisafnaláni. Freistaðist til að taka tvær skáldsögur. Önnur þeirra er Kalt er annars blóð eftir Þórunni Erlu-Valdimarsdóttur. Hafði gaman af henni. Hún notar fyrirmyndir úr Íslendingasögunum og setur í Reykjavík samtímans. Það eru náttúrlega morð og blóð og lausn á gátunni í lokinn. En mér finnst alltaf svolítill galli þegar mér finnst eins og höfundi þyki ekkert vænt um söguhetjurnar. En - ég sleppti bókinni ekki fyrr en hún var búin - og leit hvorki á flokkun né skjalastjórn í gær.

Fengum kynningu á OneSystems í vinnunni í dag. Líst vel á kerfið - vona að ég fái að vita meira um það fljótlega.

Engin ummæli: