mánudagur, júní 16, 2008

kvef

Fullkomlega að bugast úr kvefi. Hnerra eins og herforingi en er hætt að vera illt í hálsinum eins og þjáði mig í gær. Vona þar með að þetta verði að mestu rokið úr mér á morgun þegar ég fer suður. Vill hvorki smita vinkonur mínar sem ég vona að ég hitti þessa daga né vera mjög sljó og utan við á fundum sem ég þarf á fara á á miðvikudag og fimmtudag. Er hægt að fá 3 daga kvef eða tekur það alltaf viku?
Hef verið að dunda mér við að búa til skjalalykil sem ég held sé of flókinn og fylgjast með ísbjarnarfréttum. Undir kvöld hafði enginn fattað þetta í útlöndum nema Danirnir. Þetta er kannski ekki frétt nema hann verði drepinn eða e-a svakalegt gerist.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Væri ekki upplagt að koma við hjá fólkinu sínu í Borgarnesi á leiðinni austur?

JóSk