miðvikudagur, janúar 07, 2009

Síðbúin áramótaheit


Mynd af
vef um íslenska þjóðbúninginn
Hvernig væri að gera áramótaheit eins og aðrir gera. Veit það er kominn 7. jan. en hva... aldrei of seint.
Klára upphlutinn sem ég byrjað á fyrir ... - æi - gleymum því. Á bara eftir sauma skyrtuna og ganga frá svuntunni og húfunni.
Klára ritgerðina mína fyrir 1. apríl.
Út að labba a.m.k. 20 mínútur á HVERJUM degi.
Þetta ætti nú allt að vera létt verk og löðurmannlegt. Hefst allt með réttu vinnulagi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér líst vel á þessi áramótaheit hjá þér.Það væri flott að vera á peysufötunum við útskriftina. :-)

Nafnlaus sagði...

Ég meinti upphlutinn.

Nafnlaus sagði...

Svo átti þetta ekki að vera alveg nafnlaust frænka góð.
JóSk

Til að muna .. sagði...

Segðu - skreytt með víravirkinu hennar Jóhönnu ömmu. Ekki slæmt það.