sunnudagur, janúar 04, 2009

Lesa, sofa, borða

Í fyrradag lauk ég víð að lesa Borða, biðja, elska. Var heilluð af fyrsta hlutanum um Ítalíu en hinir náðu mér ekki eins. Mæli samt með henni. Í dag kláraði ég svo að lesa Bláir skór og hamingja um hana Precious Ramotswe í Botswana. Hef ekki lesið þessar bækur í mörg ár. Gleypti í mig þessar fyrstu þegar ég uppgötvaði þær, fékk leið á þeim en þessi var fín. Það er líka gaman þegar maður finnur lykt þegar maður les bækur. Þá er greinilega verið að gera eitthvað rétt.
Við fórum í partý niður á Reyðarfjörð í gærkvöld og sváfum í bílnum í nótt. Þetta var sem sagt fyrsta útilega ársins og ég man ekki eftir annarri fyrr. Það var heitt og fínt í bílnum og við sváfum eins og ungar í hreiðri. Elduðum svo jólahangikjötið og borðuðum brot af því í kvöld. Afgangurinn fer í frysti og verður væntanleg álegg næsta hálfa árið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það getur komið sér vel að eiga hús á hjólum!
JóSk