þriðjudagur, janúar 13, 2009

Góð heilsa

Fór á mjög áhugaverðan fyrirlestur hjá Matta Ósvald niðri í Maður lifandi áðan. Fyrirlesturinn nefnist "Góð heilsa er auðveldari en þú heldur" og fjallar m.a. um sýrustig líkamans eða PH gildið. Mæli með þessum fyrirlestri ef fólk hefur tækifæri. Kíkti aðeins í Þjóðarbókhlöðuna í dag og fór svo og hitti leiðbeinandann minn sem gaf mér góð ráð varðandi ritgerðina. Labbaði alla leiðina frá Háskólanum upp í Borgartún með viðkomu í banka í miðbænum og einni búð upp á Hlemmi. Yndislegt að rölta upp Laugaveginn í snjókomu. Það svoleiðis kyngdi niður að ég varð eins og snjókerling. Frábær dagur.

Engin ummæli: