sunnudagur, desember 07, 2008

Járnkarlar og kerlingar

Tveir Kópavogsbúar voru að klára Ironman í Ástralíu. Hann var 11 klukkutíma og 41 mínútu og hún var 14 tíma og nokkrar sekúndur. Ég af fávisku minni hélt að þetta væri íþróttafrétt - en hún virðist ekki vera það af því að þau unnu ekki og þau voru ekki með neinn bolta. URR - en mikið rosalega finnst mér þau æðislega flott.
Í Ironman syndir maður fyrst 3,9 km - í sjónum -, svo hjólar maður 180 km og endar á því að hlaupa eitt maraþon... altsvo 42,2 km. Einhver til í að byrja að æfa ...?

Engin ummæli: