mánudagur, desember 29, 2008

Appelsínustelpan

Fór í bókasafnið í dag og endurnýjaði skammtinn. Náði í m.a. í Appelsínustelpuna eftir Jostein Gaarder. Falleg ástarsaga og heimspekilegar vangaveltur eins og honum er einum lagið. Mæli með þessari bók. Samt er Kapalgátan ennþá uppáhaldsbókin mín eftir hann. Sá þegar ég var að leita að þessari bók á netinu um helgina að það sé búið að kvikmynda Appelsínustelpuna, hún verður frumsýnd í Noregi í febrúarlok. Mikið væri nú gaman að fá að sjá hana hérna líka.

Engin ummæli: