sunnudagur, desember 28, 2008

Bókalestur

Í gær las ég Skuldadaga eftir Jökul Valsson og skemmti mér vel. Hann skrifar um dópdíler og ruglukoll á einstaklega skemmtilegan hátt. Í kynningunni segir að Matti sé hálflánlaus náungi. Ég verð nú bara að segja að hann sé ótrúlega heppinn.
Svo byrjaði ég aðeins á Nótt Úlfanna eftir Tom Egeland - hélt áfram í morgun og sleppti henni ekki fyrr en hún var búin. Hryllilega spennandi og skemmtileg. Heldur fullkomlega. Ég ætlaði út að labba á meðan það væri bjart. Kannski ég nái smáhring fyrst bókin er búin.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Verð nú bara að kvitta hérna þar sem ég rambaði inn á síðuna þína :o) Jólaveðja frá Lindu Rós frænku :o)

Til að muna .. sagði...

Gaman að fá þig í heimsókn frænka mín :) Og bestu jólakveðjur tilbaka.