fimmtudagur, september 11, 2008

strætó og norræna húsið

Tók strætó vestur í háskóla í morgun. Strætó keyrði á sérakgrein og tók fram úr helling af bílum og ég skemmti mér við að gá hvað voru margir í hverjum bíl. Ég sá einn með fjórum fullorðnum, einn með krakka aftur í og tveim fullorðnum frammí. Tvo með krakka og einum fullorðnum og restin var bara einn í hverjum bíl. Fyndnast þótti mér pínulítil kelling í stórum stórum jeppa (fordómar???). Ég hef líka sagt ég trúi ekki á kreppuna fyrr en bílum á stæði háskólans fer að fækka. Samt eru kaupþingsbréfin mín ekkert mjög braggleg og virðast ekki koma til fóðra mig vel í vetur. Ekki svo þau séu svo mikil að vöxtum en samt ... .
Var í langri pásu milli fyrirlestra og í stað þess að lesa og gera verkefni eins og planið var fórum við Kate á bíó í Norræna húsinu og sáum heimildamynd um dót www.storyofstuff.com/ . Mjög skemmtileg ádeila á eyðsluklóaæði okkar. Það er hægt að horfa á hana á netinu. Í ofanálag fórum við svo og hlustuðum á fyrirlestur þar sem svíinn Fred Goldberg hélt því fram að við stefnum inn í nýtt kuldaskeið. Minnir að hann hafi sagt það byrji 2011 eða 2012. Og svo segir hann að loftslagsbreytingarnar séu ekki okkur að kenna :). Við urðum að stinga af áður en fyrirlesturinn var búinn. Það hafa eflaust verið áhugaverðar umræður á eftir.
En allavega - byrja að prjóna lopapeysur og kaupa sér ísbjarnarbyssu!

Engin ummæli: