þriðjudagur, september 02, 2008

skólinn byrjaður

Komin suður og byrjuð í skólanum. Veit ekkert hvernig mér líst á þetta tölfræðidót en kennarinn hélt því fram að þetta væri skemmtilegt og sá sem skrifar aðalbókina er með fyndin dæmi. Hm - spennandi. Og það var yndislegt að hitta stelpurnar. Ferðin suður í gær gekk vel. Það er alveg ótrúlega fallegt að keyra þarna fyrir austan og ég varð að beita mig hörðu til að stoppa ekki á annarri hverri þúfu til að taka myndir.
Er netlaus heima ennþá og sit hér og blogga upp í Odda á nýrri tölvu með fávitalegu Mac lyklaborði - enginn hefur enn fundið at-takkann! urr

Engin ummæli: