laugardagur, september 27, 2008

afritun og ofurhetjur

Mikið er miklu auðveldara að afrita þetta ... viðtal þegar maður er búin að koma sér upp almennilegum græjum (Ástarþakkir Þorgerður snillingur) Annars hef ég ekki verið nógu dugleg að halda mér að verki - þarf að setja í gírinn á morgun - klára viðtalið og þýða tölfræðispurningarnar yfir á norsku ... Það er sko nóg að gera.
Svo er ég búin að eignast nýja hetju - einn ágætur Íslendingur afrekaði að hlaupa Spörtuofurþonið á 34 tímum. Er búin að vera að fylgjast blogginu hans í nokkurn tíma. Hann hljóp Laugaveginn í sumar en þótti ekki nóg og bætti við Fimmvörðuhálsi - svo hefur hann verið að dunda sér við hina ýmsu fjallvegi. Ég dáist að svona fólki - honum, Bibbu járnkerlingu og öðrum ofurhetjum. (Er einhver öfundartónn í þessu bloggi?)

1 ummæli:

Þorgerður AKA Toggan sagði...

Já gott kveld, snillingurinn hér.
Já það er gott þetta forrit, léttir manni lífið svo óendanlega mikið.
En er þetta sem sagt það sem þú kallar háskólabloggið ;)