þriðjudagur, september 16, 2008

Haustlægðin

Haustlægðin er brjáluð fyrir utan gluggann minn. Aspirnar eru í fimleikum og reynitrén líka. Labbaði heim í gegnum dalinn síðdegis og varð blaut inn að skinni. Kópavogslækurinn þóttist vera fljót. Sem betur fer hafði ég haft vit á að setja plastpoka inn í bakpokann. Annars ætti ég trúlega mjög blautar skólabækur. Remdist í kvöld við að skrifa rannsóknaráætlun fyrir eigindlegar. Veit ekkert hvað ég er að gera. Gaman að því. Kannski ég viti meira um jól.

Engin ummæli: