fimmtudagur, maí 01, 2008

Til hamingju með daginn

Fyrsti maí og ég fór í staðinn fyrir að fara í kröfugöngu í fyrsta hjólatúr vorsins. Þurfti að sinna erindi niður í Ármúla og ákvað að það væri fínt að hjóla. Pumpaði í dekkin, smurði keðjuna, fann fram hjálminn og hjólahanskana og æddi af stað. Dásamlegt veður og sáralítil umferð. Kom svo tilbaka eftir Fossvogdalnum. Hann var fullur af hlaupurum og hjólafólki og fólki að viðra sig og hundana sína. Sá hóp af ungum bleikklæddum stelpum sem voru í lautarferð í dalnum - með bleika sólhlíf. Sá líka fyrstu lóur vorsins - var búin að heyra í þeim en ekki sjá fyrr. Dalurinn er dásamlegur, mikið má þakka fyrir þá blessun að borgar- og bæjaryfirvöldum tókst ekki að skemma hann.

Engin ummæli: