föstudagur, maí 09, 2008

kvöldtuð

Sit hér hundpirruð yfir Google Scolar og reyni að gera skýrslu 2 í rafrænu gagnasöfnunum. Held ég gefist upp í kvöld og helli mér í þetta í fyrramálið. Ég verð að klára þetta verkefni um helgina svo ég hafi einhvern tíma fyrir vefverkefnið. Þar fíla ég mig sko út á túni.
Fékk einkunn fyrir síðasta verkefni þeim rafrænu í dag - rosalega ánægð - við fengum 9. :-). Það er gott að vinna með góðu fólki.
Lagði lokahönd á lyklunarverkefnið í dag. Heftaði og setti í plast. Ætla ekki að líta á það meir. ... held ég.
Svo er ég, Kópavogsbúinn, alveg rosalega stolt af mínu fólki i Útsvari í kvöld. Snilld að vinna Reykvíkinga með einu stigi.

Engin ummæli: