laugardagur, maí 31, 2008

Hafraklíðsmúffur

2 ¼ bolli hafraklíð (ég nota líka haframjöl)
1 msk lyftiduft
¼ bolli sykur eða hlynsíróp
2 msk saxaðar möndlur
handfylli af rúsínum eða bláberjum
¼ bolli kókósmjöl (má sleppa)
1 ¼ bolli undanrenna
hvítur úr 2 eggjum eða einu stóru (ég nota tvö heil egg)
2 stórir vel þroskaðir bananar

Þurrefnum blandað saman
Mauka önnur efni í matvinnsluvél og blanda saman við þurrefnin
Setja í muffinsform með plássi til að hefast
Ef bláber eru notuð þá strá þeim yfir
Bakað við 200ºC í um það bil 15 mínútur.
Kæla - setja í poka og frysta.
Í uppskrift stendur - hita í örbylgjuofni á hæsta í 30 sek. - ég læt þær bara þiðna á eldhúsborðinu.
Uppskrift út bókinni Einfaldaðu líf þitt : 100 leiðir til að draga úr streitu og njóta þess sem raunverulega skiptir máli eftir Elaine St. James. Búin að baka svona tvisvar og þær klikka ekki.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman væri að prófa þessa uppskrift!
JS