sunnudagur, mars 02, 2008

Glæpurinn og frústrasjónir

Ég er alveg gargandi frústruð og fúl út í Danina. Þoli ekki þegar handritshöfundar fara svona illa með mann. Hér hangir maður í lausu lofti. Theis í fangelsi fyrir drepa besta vin sinn sem myrti dóttur hans. Og Vagn sjálfur sem ögrar honum til að skjóta. Löggan fær ekki að yfirheyra Vagn - var hann þá raðmorðingi? Eða er hann bara að hilma yfir einhverjum öðrum. ARRRRRG. Ég held þessir a........ Baunar séu að plotta framhaldsseríu. Og ég sný nú bara út úr því sem konan sagði um árið og segi "og hvað verður nú um Pernillu og drengina".
Þá krefst ég þess að fá annan endi og líka betri mynd af gömlu bekkjarmyndinni!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, það endaði illa að Theis skyldi skjóta Vagn. Mér finnst þetta verið opið í aðra seríu eða hafði Vagn líka drepið hina ungu stúlkuna sem var með nistið á myndinni.

úff, hvað fyrri þátturinn af Mary Bryant endaði í mikilli spennu. Komst hún og börnin burt með bátnum eða var báturinn orðinn ónýtur og búið að skjóta alla hina. Hvernig fer þetta eiginlega.

Þorgerður AKA Toggan sagði...

Mikið er ég nú fegin að ég fylgdist ekki með þessari seríu.
Að hugsa sér að sú sem elskar allt danskt skuli vera að segja þetta!
En þannig er það nú samt. Þennan vetur var enginn þáttur í sjónvarpinu þannig að ég gæti ekki misst af honum og þvílíkt frelsi + að maður þarf ekki að vera svona frústreraður þegar endirinn er ekki eftir manns eigin höfði.
:)