föstudagur, mars 21, 2008

gleðigjafi um páska - eða páskaungi?

Þetta er Fóa feykiróa sem er páskagestur hér í Trönuhjallanum meðan þjónar hennar brugðu sér vestur á firði. Ætlaði að taka alvöru mynd af henni em álfarnir hafa greinilega fengið myndavélina lánaða - svo þetta er símamynd og ekki góð. Fóa feykiróa er búin að vera hérna í næstum tvo sólarhringa og er sannur gleðigjafi. Syngur og blístrar glaðlega. Gargar reyndar smá - ef það koma gestir - og tekur stundum smá flugæfingar í búrinu. Ótrúlega mikill félagsskapur í svona fyrirbæri - ég á miklu auðveldara með að halda mig að verkefnavinnu fyrir bragðið. Hefði örugglega látið freistast af góða veðrinu og farið út að hjóla hefði ég verið hér alein og frústreruð yfir vefverkefninu. Búin að taka viðtölin - á bara eftir að smíða þetta í 3.500 orða ritgerð. Hlustaði á Spurningakeppni fjölmiðlanna í dag. Stolt af mínu fólki á RÚV - þó það sé orðið RÚV ohf. þá er það samt alltaf mitt.

Engin ummæli: