fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Kafsnjór í Reykjavík

Bóndinn lasinn á Egilsstöðum. Þar er bara blíða og snjórinn allur að bráðna. Hér aftur á móti er allt á kafi í snjó. Ætlaði á bílnum í skólann í dag, það var búið að skafa götuna og allt. Fór út horfði á bílinn, hló og sagði við Óla nágranna sem var búin að moka sinn bíl út að ég ætlaði bara í strætó. Viss um að ég hefði verið litlu fljótari að moka Litla Rauð út og ég var að vappa niður í Mjódd. Hitt er annað mál og mun fyndnara að Kópavogsmeginn voru allir göngustígar vel mokaðir, þar til nálgaðist undirgöngin. Og Reykjavíkurmegin var mun verra. Er þetta aðskilnaðarstefna? Tók svo leið 11 til baka og sá risaskafla við Hljómskálann. Ótrúlega flott. Strætó skilaði mér alla leið upp í Mjódd þar sem ég fór og keypti í matinn. Verulega flókið að komast frá Mjóddinni - yfir bílastæðið og í átt að undirgöngunum. Ganga eftir bílatroðningi milli hárra snæfjalla og finna troðning yfir ruðning þar sem hann var lægstur. Gríðarlega spennandi en er þó fegin að veturinn hér fyrir sunnan er yfirleitt frekar stuttur.

Engin ummæli: