þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Gaman í strætó

Fór í strætó í skólann í dag. Er komin í heilsuhóp hjá Rannveigu vinkonu minni og inn í þeim pakka er hálftíma hreyfing á dag - og Rope Yogað dugir ekki til. Það þarf að vera ganga eða e-a svoleiðis. Svo ég sameinaði göngutúrinn strætó og svo verslunarferð á leiðinni heim. En gamanið var á leiðinni heim í strætó. Settist við hliðina á laglegum ungum pilti - ég með útvarpið í eyrunum og ætlaði að hlusta á fréttir. Upp við Kringlu kom félagi piltsins inn og þeir fóru að spjalla. Eitthvað voru þeir að tala um bankarán og Spaugstofuna og ég fór að missa áhuga og einbeitingu á fréttunum þegar kunninginn spurði - var það satt að ykkur vantaði peninga fyrir ljósatíma? Nei - ekki vildi hann viðurkenna það - þeir voru víst orðnir eitthvað tæpir á bensíni drengirnir. Svo hélt hann áfram að ræða afbrotaferilinn sem hafði verið heldur klaufalegur og ég sá að við kunninginn áttum bæði jafn erfitt með að halda pókerfésinu. Enda sagði litli afbrotamaðurinn það rétt áður en ég fór úr strætó að félagar hans gerðu bara grín að honum. Ég vona bara að hann finni fljótlega eitthvað að gera sem er meira á hans sviði. Glæpir eru það greinilega ekki.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er sem ég segi upp með almenningssamgöngur niður með einkabílinn!
Þar hittir maður annað fólk og fær jafnframt smáhreyfingu milli stoppistöðva.
Bara gaman.
Hafðu það nú gott í dag kæra frænka.
JS

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn!

þín frænka og nafna Jóhanna

Þorgerður AKA Toggan sagði...

Snilldarsaga he he!
Var ekki annars kominn tími á að ég kíkti hingað inn?
Kv.
Gerða

Til að muna .. sagði...

Ójú :) - og þakka þér fyrir kveðjuna nafna.