mánudagur, febrúar 04, 2008

Bolludagur og bíóferð

Langur dagur í dag - byrjaði á að bóka tíma í endnote uppi í Hlöðu. Bráðnauðsynlegt að læra á þetta. Ekki er ég búin að fatta hvernig ég á að stilla þetta svo það skrái íslenskar heimildir rétt. Svo fyrirlestur hjá Ágústu sem endaði með heimsókn á bókasafnið í Norræna húsinu. Alltaf gott að koma þangað. Borðaði aðra bollu dagsins í kaffistofunni þar. Hún var verulega góð miklu betri en sú fyrsta :-). Svo var að það læra að skrá í Gegni - veit ekki hvað sú viska dugir lengi. Það var farið mjög hratt í hlutina. Þá var það lyklun - ég fékk frest á að skila verkefninu :-(. Var ekki alveg búin. En svo - ég er orðin rosaflink - fór ég með æskuvinkonum mínum að sjá Duggholufólkið. Skemmtileg ævintýramynd - fékk góða gæsahúð stundum. Vel gert og krakkar, lamb og hundur léku einkarvel. Landslagið og myndatakan skemmdu ekki myndina.

Engin ummæli: