sunnudagur, janúar 20, 2008

Sænskar spennubækur

Kláraði að lesa Stieg Larsson á föstudagskvöldið. Fékk þriðju og síðustu bókina lánaða í Borgarbókasafninu. Fór og skilaði einni skólabók í Kringlusafnið og álpaðist líka til að gá hvort þessi bók væri til. Jú - hún var það - en bara niðrá aðalsafni. Ég ákvað að lengja jólafríið ... og æddi niðreftir. Fann hana ekki, fékk aðstoð bókasafnfræðings sem hafði líka fallið fyrir þessum höfundi. Hún leitaði og leitaði og fann bókina loks á bak við. Þetta kennir manni að það borgar sig að spyrja. Jú - þriðja bókin var líka rosafín. Ofboðslega spennandi. Svo bætti ég við með meiri afþreyingu og horfði á Wallander í Sjónvarpinu. Lá svo og hugsaði um áður en ég fór að sofa - hvers vegna í ósköpunum fólk - bæði börn og fullorðnir - er svona duglegt við að "mobba" og passa upp á að sumum sé haldið fyrir utan hópinn og þeir teknir í gegn. Andstyggilegur eiginleiki í mannskepnunni.

Engin ummæli: