miðvikudagur, janúar 09, 2008

Gullni áttavitinn og verkefnastúss

"Perseverance is the hard work you do after you get tired of
doing the hard work you already did." -- Newt Gingrich
Er að basla við að gera verkefni fyrir Landsbókasafnskúrsinn - 4.000 orð eru rosalega mikið og við finnum ekkert ægilega mikið um EDL verkefnið ... En við þrjár sem vinnum saman af þessu erum náttúrlega snillingar og ég veit að þetta verður allt sára gott hjá okkur.
Tók pásu og fór í Háskólabíó klukkan 5.30 og sá Gullna áttavitann. Fannst verulega skemmtilegt. Mér fannst Lýra alveg passa við þá mynd sem ég hafði gert mér af henni. Þori alveg að mæla með þessari myndi fyrir alla - kannski ekki mjög unga krakka en alla hina.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my site, it is about the CresceNet, I hope you enjoy. The address is http://www.provedorcrescenet.com . A hug.

Nafnlaus sagði...

Um bækur:
Ég á eftir að lesa Gyllta áttavitann og þær bækur en er búin að lesa bæði Þrettándu söguna og Beitt áhöld.
Sammála með að Þrettánda sagan er stórfín. Svona alvörubók sem tekur langan tíma að lesa. Beitt áhöld er spennandi bók en fjallar um mjög bilaðar persónur. Bara þegar ég hugsa um bókina fæ ég hroll.
Jóhanna S

Til að muna .. sagði...

Skella sér á að lesa áttavitann nafna . Eða kannski allt í lagi að fara á bíó fyrst og svo að lesa. Skal fara með þér í bíó ef þú kemur í bæinn.