laugardagur, janúar 05, 2008

Jólakötturinn og skörp áhöld


Síðasti sjens að setja inn mynd af jólakettinum. Hann vakir hér yfir öllu þegar komið er inn á Egilsstaði. Grimmdarlegur. Ég slapp við hann í ár. Bóndi minn reddaði sem sé málunum á síðasta augnabliki. Hef haft það alveg dásamlegt um jólafríinu - en alveg tilbúin að byrja í skólanum. Vona bara ég fá gott flugveður á mánudaginn.
Las í fyrradag Beitt áhöld – Sharp objects - eftir Gillian Flynn. Hryllileg bók – ég varð þunglynd af því að lesa hana.
Þetta er sálfræðileg spennusaga – allir eru meira og minna brenglaðir í henni. Mæli með henni ef fólk langar í almennilega dýfu en annars ekki. En annars þýðingin - hefur einhver heyrt talað um mjólkuregg? Fann einhversstaðar annars staðar sérkennilega þýðingu – orð sem ég hafði aldrei séð áður en man ekki hvað það var. Maður á að punkta svona niður strax.

Engin ummæli: