föstudagur, nóvember 28, 2008

Í nettu sjokki

Gríðarlega erfiður dagur í vinnunni. Sá fyrst að Fréttablaðið spáði að 30 RÚV-urum yrði sagt upp - svo var ég kölluð inn og sagt að ég fengi ekki áframhaldandi vinnu eftir áramót sem er auðvitað slæmt - en kom svosem ekkert á óvart - ég var jú bara ráðin til áramóta.
En svo komu sjokkfréttirnar - 21 sagt upp og þar á meðal mörgum góðum og reyndum starfsmönnum. Þar á meðal var m.a starfsfólk sem hafði staðið í að semja um kjör fyrir sína starfsfélaga - en þau voru ekki trúnaðarmenn.

Engin ummæli: