laugardagur, nóvember 01, 2008

Hamingja og mótmæli

Happiness is nothing more than good health and a bad memory.
- Albert Schweitzer

Fór og labbaði niður frá Hlemmi niður á Austurvöll í góðum félagsskap. Það var meira fútt í mótmælunum í dag en síðasta laugardag en þó má bæta í betur. þarna talaði alveg fantagóður ræðumaður - sjúkraliði sem bar saman hvað það kostaði sem bráðvantar á spítalana og bruðlið í ríkisstjórninni. Vona að ræðan komi einhverstaðar sem aðrir geta skoðað hana.
Svo fór ég og kíkti á handverks- og hönnunarsýninguna í Ráðhúsinu. Fullt af fallegum og eigulegum hlutum. Ég mæli t.d. með trjánum hennar Láru og svo er skartið hennar Nadine alveg yndisleg.

Engin ummæli: