sunnudagur, október 05, 2008

kostir þess að vera námsmaður

Einn af kostunum við að vera í skóla er að maður hefur ekki tíma til að hugsa um fjárhagslega þrengingar og fjármál landsins á heljarþröm. Mér finnst þetta bara áhugaverð læti þegar ég heyri eitthvað um þetta. Man reyndar mun verri tíma þegar ég átti ekki fyrir tannkremi og varð að nota sápu (oj!)og matur var af mjög skornum skammti. Vitna líka oft til orða listakonunnar - mig minnir það hafi verið Júlíana Sveinsdóttir sem sagði, þegar ríkir kallar í Danmörku voru að stúta sér því þeir höfðu tapað einhverju af aurunum sínum í bankahruni, "Nú er gott að vera blönk". Auðvitað er vont að tapa peningum en fj..... þetta eru bara peningar. Það hafa komið kreppur áður - þetta eru eins og ísaldir - þær líða hjá.
Annað merkilegt sem mér liggur á hjarta - ég er búin að vera sjónvarpslaus í rúmt ár. Er farin að vinna aftur á RÚV-inu - lenti í veislu í kvöld þar sem var mikið verið að tala um sjónvarpsefni - (gott innlendt sjónvarpsefni - því var hrósað upp í hástert) ... og ég kom alveg af hólsfjöllum - pínlegt. Kannski ég eigi að þiggja gamalt sjónvarp ...

Engin ummæli: