þriðjudagur, ágúst 05, 2008

síðasta freistingin

Datt yfir bok eftir Val McDermid á bókasafninu fyrir helgi og renndi í gegnum hana. Bókin heitir The Last Temptation og fjallar m.a. um breska kvenlöggu sem er send til Þýskalands til að koma upp um pólskan flottan bófa. Spennandi bók og skemmtileg með fullt af aukaplottum m.a. raðmorðinga en ég trúi ekki á hvernig hún, löggan, klúðraði dulargervinu. Bara passar enganveginn. En auðvitað varð að komast upp um hana - annars hefði þetta ekki orðið nein alvöru saga ...

3 ummæli:

Þorgerður AKA Toggan sagði...

Hvað ert þú að þvælast inni á bókasafni rétt fyrir próf!
Mér fannst vel við hæfi að bókin héti síðasta freistingin í ljósi þess að þú átt ekkert að vera með nefið ofan í öðrum bókum en skólabókunum.
Skil þig samt mjöög vel. Ég var að klára Sjortarann. Mjög góð bók en mér fannst stundum eins og þráðurinn gengi ekki alveg upp. Eða kannski var ég bara að lesa of hratt...?

Til að muna .. sagði...

æi - það er svo gott að kíkja aðeins þar við. Langar að lesa Sjortarann - átt'ann?

Þorgerður AKA Toggan sagði...

Nei pabbi á'ann.
Ég var alltaf að reyna að næla í hana á bókasafninu en greip í tómt.
Nú bíð ég eftir Ösku.