sunnudagur, ágúst 10, 2008

bíltúr með vistir

Fór yfir á Seyðisfjörð í dag með vistir fyrir 4 göngugarpa sem höfðu tölt á milli Borgarfjarðar eystra og Seyðisfjarðar á nokkrum dögum. Þetta er í fyrsta sinn sem ég keyri þessa leið - meina - ég sjálf við stýrið - og mér fannst brekkurnar og beygjurnar skuggalegar. Sem betur fer var lítil umferð svo ég gat alveg ráðið hraðanum og glápt svolítið lika. Það er óskaplega fallegt víða þarna. Strákarnir voru ekki komnir niður svo ég fór í kaffi til æskuvinkonu minnar sem tók mér með kostum og kynjum. Held hún eigi heima í fallegsta húsinu á Seyðisfirði og garðurinn hennar er líka æðislegur.
Búin að fá grænt ljós á skjalalykillinn - reyndar beðið um smávægilegar breytingar sem verður lagað á morgun. Allt að smella saman.
Er að að lesa Dewey og rembast við að reyna að muna skilgreiningar en hef á tilfinningunni að ég sé með teflonheila. Mjög bagalegt.

Engin ummæli: