mánudagur, apríl 28, 2008

Sjónvarp og próflestur

Ég sjónvapslausa konan laumaðist undan lestri í kvöld og horfði á Ný Evrópa með augum Palins eða Michael Palin's New Europe: Austrænt yndi. Snilldar þáttur - lá við að maður finndi lyktina líka. Dauðsé eftir að hafa misst af fyrsta þættinum. Hann var víst um Albaníu. Þangað kom ég fyrir margt löngu, gríðarlega fallegt land og elskulegt fólk. Svo fékk ég besta ís heimsins í Elbasan. Já annars svo hefur mér líka tekist að lesa Nornina í Portobello eftir Paulo Coelho. (ég er samt búin að læra líka!) Það skemmir mann ekkert að lesa þessa bók - og endirinn kom á óvart.

Engin ummæli: